253 umsagnir Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 14. október 2020 08:00 ...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun