Tók upp samfarir í heimildarleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 10:19 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira