Fjarnemendur í hjúkrunarfræði vilja fjarnám í stað verklegs vegna faraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2020 19:00 Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri vilja að verklegt nám fari fram á netinu vegna kórónuveirufaraldursins. Visir Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. Um 50 nemendur, flestir á höfuðborgarsvæðinu stunda fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af náminu er verklegt og fer fram við skólann. Í byrjun þessa mánaðar sendu nemendur á öðru ári bréf til forsvarsfólks hjúkrunarfræðideildar þar sem komu fram áhyggjur þeirra af þróun kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri verið beðið að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Nemendur bentu einnig á að þeir væru flestir að vinna með viðkvæmum hópum. Þeir óskuðu þar eftir að verkleg lotann við skólann yrði færð á rafrænt form. Svar barst frá skólanum þann 5. október þar sem kom m.a. annars fram að verklega lotan yrði haldin 19.-23 og 26.-30. október samkvæmt áætlun nema óvæntar aðstæður kæmu upp. Nemendur yrði kallaðir í verklegt nám sem krefðist viðveru á staðnum. Þá yrðu gerðar ráðstafanir til að takmarka hættu á smiti. Mætingarskylda væri í lotuna. 8. október barst svo annað bréf frá deildinni þar sem kemur aftur fram að skólinn stefni á að halda sig við settar dagsetningar fyrir þá sem hafi möguleika á að koma. Skólinn þurfi að viðhalda alþjóðlegum stöðlum tengt náminu sem þýði að nemendur í hjúkrunarfræði þurfi að klára ákveðna námsþætti til þess að útskrifast. Komist nemendur ekki í þessa lotu muni skólinn bjóða upp á aðrar dagsetningar seinna á misserinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst verklega námið fyrir staðarnema í þessari viku en hjá nemendum í fjarnámi í næstu viku. Þórólfur Guðnason var spurður út í málið í dag. „Við höfum hvatt til þess að höfuðborgarbúar séu ekki að fara að nauðsynjalausu út á land og öfugt.Ég held að fólk verður bara að vega og meta hversu mikil nauðsyn er á þessu, “ sagði Þórólfur Guðnason. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri hafa óskað eftir að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Skólinn segir slíka viðveru nauðsynlega í ákveðnum áföngum jafnvel þó nemendur komi frá höfuðborgarsvæðinu. Um 50 nemendur, flestir á höfuðborgarsvæðinu stunda fjarnám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hluti af náminu er verklegt og fer fram við skólann. Í byrjun þessa mánaðar sendu nemendur á öðru ári bréf til forsvarsfólks hjúkrunarfræðideildar þar sem komu fram áhyggjur þeirra af þróun kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri verið beðið að takmarka samgang við fólk af höfuðborgarsvæðinu vegna smithættu. Nemendur bentu einnig á að þeir væru flestir að vinna með viðkvæmum hópum. Þeir óskuðu þar eftir að verkleg lotann við skólann yrði færð á rafrænt form. Svar barst frá skólanum þann 5. október þar sem kom m.a. annars fram að verklega lotan yrði haldin 19.-23 og 26.-30. október samkvæmt áætlun nema óvæntar aðstæður kæmu upp. Nemendur yrði kallaðir í verklegt nám sem krefðist viðveru á staðnum. Þá yrðu gerðar ráðstafanir til að takmarka hættu á smiti. Mætingarskylda væri í lotuna. 8. október barst svo annað bréf frá deildinni þar sem kemur aftur fram að skólinn stefni á að halda sig við settar dagsetningar fyrir þá sem hafi möguleika á að koma. Skólinn þurfi að viðhalda alþjóðlegum stöðlum tengt náminu sem þýði að nemendur í hjúkrunarfræði þurfi að klára ákveðna námsþætti til þess að útskrifast. Komist nemendur ekki í þessa lotu muni skólinn bjóða upp á aðrar dagsetningar seinna á misserinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófst verklega námið fyrir staðarnema í þessari viku en hjá nemendum í fjarnámi í næstu viku. Þórólfur Guðnason var spurður út í málið í dag. „Við höfum hvatt til þess að höfuðborgarbúar séu ekki að fara að nauðsynjalausu út á land og öfugt.Ég held að fólk verður bara að vega og meta hversu mikil nauðsyn er á þessu, “ sagði Þórólfur Guðnason.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira