Segir það árás á lífsgæði almennings ef ríkisstjórnin hjálpar ekki sveitarfélögum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 19:31 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík. „Það er mikð atvinnuleysi og tekjutap í Reykjavík. En við teljum okkur geta farið í gegnum þetta. Eins og önnur sveitarfélög sæjum það sem ótvíræðan kost að ríkisstjórnin kæmi sterkar inn í þetta með okkur. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum kallað eftir því ekki síst fyrir minni sveitarfélög sem mörg hver eru skuldsett eftir síðustu kreppu,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík.Vísir/Baldur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræddu stöðu sveitarfélaganna í Sprengisandi í morgun. Árás á lífsgæði almennings Heiða segir að sjaldan hafi þjónusta sveitarfélaganna verið jafn mikilvæg. Hún segir að ef halda eigi uppi lífsgæðum almennings um allt land þá verði ríkisstjórnin að hjálpa sveitarfélögunum. „Ríkisstjórnin þarf að dempa þetta mikla tekjufall og þessa miklu útgjaldaaukningu sem við sjáum fram á út af Covid-19. Annars er þetta árás á lífsgæði landsmanna.“ sagði Heiða Björg. Hún segir að sveitarfélögin þurfi að geta mætt þeim fjölskyldum sem eru að missa vinnuna og leita til sveitarfélaganna eftir fjárhagslegum eða félagslegum stuðningi. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Togstreita í gegnum tíðina Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að í gegnum árin hafi verið togstreita á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta sé þó að breytast núna og sérstaklega í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Skilningurinn sé meiri og samtalið þéttara. „Fyrir íbúa landsins skiptir það engu máli hvort ríki eða sveitarfélög sinni þjónustunni. Íbúar borga sína skatta og það er svo undir ríki og sveitarfélögum í sameiningu að finna bestu leiðina,“ sagði Halla. Skortir skilning á stöðu sveitarfélaga Heiða Björg segir að samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðuna en að sklning skorti. „Ég get hrósað ríkisstjórninni fyrir það að hún hefur verið tilbúin til þess að eiga þetta samtal við okkur en okkur finnst hafa vanta skilning á stöðu sveitarfélagana. Ég vil trúa því að hann komi,“ sagði Heiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Sveitarfélög kalla eftir inngripi frá ríkinu til að forðast yfirvofandi skuldsetningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík. „Það er mikð atvinnuleysi og tekjutap í Reykjavík. En við teljum okkur geta farið í gegnum þetta. Eins og önnur sveitarfélög sæjum það sem ótvíræðan kost að ríkisstjórnin kæmi sterkar inn í þetta með okkur. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum kallað eftir því ekki síst fyrir minni sveitarfélög sem mörg hver eru skuldsett eftir síðustu kreppu,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg segir stöðuna koma verst niður á Reykjavík.Vísir/Baldur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræddu stöðu sveitarfélaganna í Sprengisandi í morgun. Árás á lífsgæði almennings Heiða segir að sjaldan hafi þjónusta sveitarfélaganna verið jafn mikilvæg. Hún segir að ef halda eigi uppi lífsgæðum almennings um allt land þá verði ríkisstjórnin að hjálpa sveitarfélögunum. „Ríkisstjórnin þarf að dempa þetta mikla tekjufall og þessa miklu útgjaldaaukningu sem við sjáum fram á út af Covid-19. Annars er þetta árás á lífsgæði landsmanna.“ sagði Heiða Björg. Hún segir að sveitarfélögin þurfi að geta mætt þeim fjölskyldum sem eru að missa vinnuna og leita til sveitarfélaganna eftir fjárhagslegum eða félagslegum stuðningi. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri. Togstreita í gegnum tíðina Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri segir að í gegnum árin hafi verið togstreita á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta sé þó að breytast núna og sérstaklega í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Skilningurinn sé meiri og samtalið þéttara. „Fyrir íbúa landsins skiptir það engu máli hvort ríki eða sveitarfélög sinni þjónustunni. Íbúar borga sína skatta og það er svo undir ríki og sveitarfélögum í sameiningu að finna bestu leiðina,“ sagði Halla. Skortir skilning á stöðu sveitarfélaga Heiða Björg segir að samtal hafi átt sér stað á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðuna en að sklning skorti. „Ég get hrósað ríkisstjórninni fyrir það að hún hefur verið tilbúin til þess að eiga þetta samtal við okkur en okkur finnst hafa vanta skilning á stöðu sveitarfélagana. Ég vil trúa því að hann komi,“ sagði Heiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira