Stjórnarmaður KSÍ spyr hvort Kolbeinn hafi leikið sinn síðasta landsleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 00:20 Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni í leiknum á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020 EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020
EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira