Kanínur greindust með refavanka í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 17:43 Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni. Vísir/vilhelm Sjúkdómurinn refavanki greindist nýlega í tveimur kanínum með mótefnamælingu í blóði á Dýraspítalanum í Víðidal. Þetta er í fyrsta sinn sem smit af þessari tegund greinist í kanínum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST). MAST vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á smitunum svo hægt sé að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og fólk leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Sníkjudýrið sem veldur sjúkdómnum heitir Encephalitozoon cuniculi. Það finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum og því verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna að takmarka frekari dreifingu þess. Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar og einnig í minkum og músum. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á E. cuniculi til Matvælastofnunar. Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýrum. Einkenni frá taugakerfi geta verið skekkja á höfuðstöðu, óstöðugleiki, hringganga og óeðlilegar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). Einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið annars einkennalaust. E. cuniculi einfrumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða langvinnri nýrnabilun. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sjúkdómurinn refavanki greindist nýlega í tveimur kanínum með mótefnamælingu í blóði á Dýraspítalanum í Víðidal. Þetta er í fyrsta sinn sem smit af þessari tegund greinist í kanínum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST). MAST vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á smitunum svo hægt sé að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og fólk leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Sníkjudýrið sem veldur sjúkdómnum heitir Encephalitozoon cuniculi. Það finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum og því verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna að takmarka frekari dreifingu þess. Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar og einnig í minkum og músum. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á E. cuniculi til Matvælastofnunar. Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýrum. Einkenni frá taugakerfi geta verið skekkja á höfuðstöðu, óstöðugleiki, hringganga og óeðlilegar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). Einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið annars einkennalaust. E. cuniculi einfrumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða langvinnri nýrnabilun.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira