Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2020 19:21 Ásgeir Jónsson reiknar með að verðbólga verði komin að markmiði Seðlabankans í byrjun næsta árs. Stöð 2/Egill Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Gripinn með ríflega þúsund pillur og reyndi að bíta tollvörð Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Gripinn með ríflega þúsund pillur og reyndi að bíta tollvörð Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18