Hlutdeildarlánin verði fyrir allt að 58,5 milljóna hóflegar íbúðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 15:01 Á höfuðborgarsvæðinu verður aðeins lánað til nýrra íbúða. Vísir/Vilhelm Hægt verður að fá hlutdeildarlán fyrir íbúð sem kostar allt að 58,5 milljónir króna samkvæmt drögum að reglugerð um hlutdeildarlán sem félagsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. Byggingaraðili skal sjá til þess að íbúðir sem falli undir skilyrði reglugerðarinnar séu „hagkvæmar og hóflegar sem frekast kostur er“. Alþingi samþykkti fyrr á árinu lög um hlutdeildarlán sem gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Lögin gilda einnig um þá sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði undanfarin fimm ár. Drögin að reglugerðinni sem nú hafa verið birt skilgreina nánar þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá hlutdeildarlán. Frestur til að gera athugasemdir við reglugerðina rennur út 20. október næstkomandi. Löggjöf um hlutdeildarlán tekur gildi 1. nóvember næstkomandi og er ráðgert að fyrsta úthlutun hlutdeildarlána fari fram 20. desember. Í hnotskurn Kaupandi leggur að lágmarki fimm prósent við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75 prósent og ríkið lánar svo 20-30 prósent í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með utanhald um lánin. Hutdeildarlán eru ætluð til umsækjendum með tekjur undir 7,56 milljónir á ári miðað við einstakling eða 10,56 milljónir á ári samanlagt fyrir hjón miðað við síðastliðna 12 mánuði getur numið allt að tuttugu prósent kaupverðs. Við þær tekjur bætast 1,56 milljónir króna fyrir hvert barn eða ungmenni að tuttugu ára aldri sem býr á heimilinu. Þó er heimilt að veita allt að 30 prósent hlutdeildarlán til einstaklinga með lægri tekjur en 5,018 milljóni á ári eða til hjóna eða sambúðarfólks með samanlagt lægri tekjur en 7,020 milljónir á ári miðað við síðastliðna 12 mánuði. Íbúðir þurfi að vera hagkvæmar og hóflegar Umsækjandi þarf að leggja fram eigið fé sem nemur að lágmarki fimm prósent kaupverðs, og eigi hann meira en það kemur það til lækkunar hlutdeildarlánsins. Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins lánað til kaupa á nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hagkvæmar íbúðir á grundvelli samnings byggingaraðilans við stofnunina. Byggingaraðili skal sjá til þess að íbúðir séu svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur í því skyni að unnt verði að selja þær á viðráðanlegu verði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Ekki er frekar skilgreint í reglugerðinni hvað felst í hóflegri íbúð, annað en að þær skuli vera einfaldar að allri gerð og miðast við fjölskyldustærð kaupanda. Þá er umsækjenda heimilt að kaup á íbúðarhúsnæði með einu auka svefnherbergi umfram þarfir fjölskyldunnar á umsóknardegi miðað við fjölskyldustærð, miðað er við eftirfarandi hámarksverð á höfuðborgarsvæðinu: Hvað með landsbyggðina? Í reglugerðinni kemur fram að heimilt sé að veita hlutdeildarlán til kaupa á hagkvæmum eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins í húsnæði sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand íbúðar þannig að jafna megi til ástands nýrrar íbúðar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur hvort íbúð uppfylli skilyrði um hagkvæmni og ástand. Á landsbyggðinni er miðað við eftirfarandi hámarksverð: Í reglugerðinni kemur einnig fram að umsækjundum sé heimilt að draga frá eigið fé sem bundið er í hóflegri bifreið, svo dæmi séu tekin. Ekki er skilgreint hvað flokkast sem hófleg bifreið í reglugerðinni. Úthlutað sex sinnum á ári Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal úthluta hlutdeildarlánum sex sinnum á ári. Úthlutanir skulu fara fram 20. febrúar, 20. apríl, 20. júní, 20. ágúst, 20. október og 20. desember ár hvert. Dugi fjármagn sem til úthlutunar er hverju sinni ekki til að anna eftirspurn eftir lánunum skal dregið úr þeim umsækjendum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána. Umsækjendur með samþykkt kauptilboð um íbúðarhúsnæði njóta forgangs að hlutdeildarlánum umfram þá sem ekki hafa samþykkt kauptilboð. Enn fremur skal miða við að ár hvert úthluti stofnunin að minnsta kosti 20% hlutdeildarlána til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.Skulu umsóknir flokkaðar í eftirfarandi flokka: Umsóknir utan höfuðborgarsvæðis þar sem umsækjandi er með samþykkt kauptilboð. Umsóknir á höfuðborgarsvæði með samþykkt kauptilboð. Umsóknir utan höfuðborgarsvæðis án samþykkts kauptilboðs. Umsóknir á höfuðborgarsvæði án samþykkts kauptilboðs. Drögin að reglugerðinni má skoða hér en frestur til þess að gera athugasemd við þau rennur út 20. október næstkomandi. Húsnæðismál Félagsmál Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Hægt verður að fá hlutdeildarlán fyrir íbúð sem kostar allt að 58,5 milljónir króna samkvæmt drögum að reglugerð um hlutdeildarlán sem félagsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. Byggingaraðili skal sjá til þess að íbúðir sem falli undir skilyrði reglugerðarinnar séu „hagkvæmar og hóflegar sem frekast kostur er“. Alþingi samþykkti fyrr á árinu lög um hlutdeildarlán sem gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Lögin gilda einnig um þá sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði undanfarin fimm ár. Drögin að reglugerðinni sem nú hafa verið birt skilgreina nánar þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá hlutdeildarlán. Frestur til að gera athugasemdir við reglugerðina rennur út 20. október næstkomandi. Löggjöf um hlutdeildarlán tekur gildi 1. nóvember næstkomandi og er ráðgert að fyrsta úthlutun hlutdeildarlána fari fram 20. desember. Í hnotskurn Kaupandi leggur að lágmarki fimm prósent við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75 prósent og ríkið lánar svo 20-30 prósent í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með utanhald um lánin. Hutdeildarlán eru ætluð til umsækjendum með tekjur undir 7,56 milljónir á ári miðað við einstakling eða 10,56 milljónir á ári samanlagt fyrir hjón miðað við síðastliðna 12 mánuði getur numið allt að tuttugu prósent kaupverðs. Við þær tekjur bætast 1,56 milljónir króna fyrir hvert barn eða ungmenni að tuttugu ára aldri sem býr á heimilinu. Þó er heimilt að veita allt að 30 prósent hlutdeildarlán til einstaklinga með lægri tekjur en 5,018 milljóni á ári eða til hjóna eða sambúðarfólks með samanlagt lægri tekjur en 7,020 milljónir á ári miðað við síðastliðna 12 mánuði. Íbúðir þurfi að vera hagkvæmar og hóflegar Umsækjandi þarf að leggja fram eigið fé sem nemur að lágmarki fimm prósent kaupverðs, og eigi hann meira en það kemur það til lækkunar hlutdeildarlánsins. Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins lánað til kaupa á nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hagkvæmar íbúðir á grundvelli samnings byggingaraðilans við stofnunina. Byggingaraðili skal sjá til þess að íbúðir séu svo hagkvæmar og hóflegar sem frekast er kostur í því skyni að unnt verði að selja þær á viðráðanlegu verði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Ekki er frekar skilgreint í reglugerðinni hvað felst í hóflegri íbúð, annað en að þær skuli vera einfaldar að allri gerð og miðast við fjölskyldustærð kaupanda. Þá er umsækjenda heimilt að kaup á íbúðarhúsnæði með einu auka svefnherbergi umfram þarfir fjölskyldunnar á umsóknardegi miðað við fjölskyldustærð, miðað er við eftirfarandi hámarksverð á höfuðborgarsvæðinu: Hvað með landsbyggðina? Í reglugerðinni kemur fram að heimilt sé að veita hlutdeildarlán til kaupa á hagkvæmum eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins í húsnæði sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand íbúðar þannig að jafna megi til ástands nýrrar íbúðar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur hvort íbúð uppfylli skilyrði um hagkvæmni og ástand. Á landsbyggðinni er miðað við eftirfarandi hámarksverð: Í reglugerðinni kemur einnig fram að umsækjundum sé heimilt að draga frá eigið fé sem bundið er í hóflegri bifreið, svo dæmi séu tekin. Ekki er skilgreint hvað flokkast sem hófleg bifreið í reglugerðinni. Úthlutað sex sinnum á ári Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal úthluta hlutdeildarlánum sex sinnum á ári. Úthlutanir skulu fara fram 20. febrúar, 20. apríl, 20. júní, 20. ágúst, 20. október og 20. desember ár hvert. Dugi fjármagn sem til úthlutunar er hverju sinni ekki til að anna eftirspurn eftir lánunum skal dregið úr þeim umsækjendum sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána. Umsækjendur með samþykkt kauptilboð um íbúðarhúsnæði njóta forgangs að hlutdeildarlánum umfram þá sem ekki hafa samþykkt kauptilboð. Enn fremur skal miða við að ár hvert úthluti stofnunin að minnsta kosti 20% hlutdeildarlána til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.Skulu umsóknir flokkaðar í eftirfarandi flokka: Umsóknir utan höfuðborgarsvæðis þar sem umsækjandi er með samþykkt kauptilboð. Umsóknir á höfuðborgarsvæði með samþykkt kauptilboð. Umsóknir utan höfuðborgarsvæðis án samþykkts kauptilboðs. Umsóknir á höfuðborgarsvæði án samþykkts kauptilboðs. Drögin að reglugerðinni má skoða hér en frestur til þess að gera athugasemd við þau rennur út 20. október næstkomandi.
Í hnotskurn Kaupandi leggur að lágmarki fimm prósent við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75 prósent og ríkið lánar svo 20-30 prósent í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar.
Húsnæðismál Félagsmál Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00
Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51
Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25