Konur í nýsköpun Huld Magnúsdóttir skrifar 5. október 2020 08:00 Ísland þarf á frumkvöðlum að halda. Frumkvöðlum sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og þróa sjálfbært samfélag. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Þannig ná þau enn meiri árangri til lengri tíma. Þó oft sé litið til Norðurlandanna sem alþjóðlegrar fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, er svigrúm til úrbóta þegar kemur að frumkvöðlastarfi kvenna og þátttöku þeirra í stofnun og stjórnun fyrirtækja. Staðreyndin er sú að næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar. Engu að síður er hlutur kvenkyns frumkvöðla á Norðurlöndunum lítill og konur eiga erfiðara með að fjármagna fyrirtæki sín en karlar. Þannig er sköpunargleði kvenna og frumkvöðlastarfsemi vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar sem ætti að þróa frekar. Til að missa ekki frá okkur þekkingu og kraft sem myndi gagnast samfélaginu í heild sinni þurfum við að efla til muna þátttöku kvenna í nýsköpun. Það er því ekki einkamál kvenna að þær séu ekki jafnir þátttakendur í þessum þætti samfélagsins. Frásagnir og fyrirmyndir Til að leggja sitt á vogaskálarnar býður Nýsköpunarnefnd FKA til fundar um konur í nýsköpun. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og verður streymt beint á visir.is Tilgangur fundarins er að vekja athygli á konum í nýsköpun og vegferð þeirra úr mismunandi áttum. Þrjár af þeim fjórum konum sem flytja erindi munu deila reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki úr margbreytilegu umhverfi og bakgrunni og segja frá vegferð sinni í fyrirtækjarekstri og nýsköpun. Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í nýsköpun sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjallað um gerð hlaðvarpa um konur í nýsköpun. Með þessu framtaki vill Nýsköpunarnefnd FKA varpa ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og um leið hvetja konur til að láta að sér kveða á vettvangi nýsköpunar og skapa þannig verðmæti fyrir sig og sína og samfélagið í heild. Samfélagið nýtur góðs af nýsköpun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Það er mikils virði fyrir alla þegar frumkvöðlar miðla af reynslu sinni, fara yfir mistökin sem gerð hafa verið, áskoranirnar og ekki síður sigrana og velgengnina. Allt er þetta liður í áherslum Nýsköpunarnefndar FKA að finna leiðir til aukinnar þátttöku kvenna í nýsköpun. Samfélagið í heild nýtur góðs af því þegar mannauður, menntun og reynsla er nýtt með sem bestum hætti. Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is, þriðjudaginn 6.okt. kl. 16-18. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland þarf á frumkvöðlum að halda. Frumkvöðlum sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og þróa sjálfbært samfélag. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Þannig ná þau enn meiri árangri til lengri tíma. Þó oft sé litið til Norðurlandanna sem alþjóðlegrar fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, er svigrúm til úrbóta þegar kemur að frumkvöðlastarfi kvenna og þátttöku þeirra í stofnun og stjórnun fyrirtækja. Staðreyndin er sú að næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar. Engu að síður er hlutur kvenkyns frumkvöðla á Norðurlöndunum lítill og konur eiga erfiðara með að fjármagna fyrirtæki sín en karlar. Þannig er sköpunargleði kvenna og frumkvöðlastarfsemi vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar sem ætti að þróa frekar. Til að missa ekki frá okkur þekkingu og kraft sem myndi gagnast samfélaginu í heild sinni þurfum við að efla til muna þátttöku kvenna í nýsköpun. Það er því ekki einkamál kvenna að þær séu ekki jafnir þátttakendur í þessum þætti samfélagsins. Frásagnir og fyrirmyndir Til að leggja sitt á vogaskálarnar býður Nýsköpunarnefnd FKA til fundar um konur í nýsköpun. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og verður streymt beint á visir.is Tilgangur fundarins er að vekja athygli á konum í nýsköpun og vegferð þeirra úr mismunandi áttum. Þrjár af þeim fjórum konum sem flytja erindi munu deila reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki úr margbreytilegu umhverfi og bakgrunni og segja frá vegferð sinni í fyrirtækjarekstri og nýsköpun. Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í nýsköpun sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjallað um gerð hlaðvarpa um konur í nýsköpun. Með þessu framtaki vill Nýsköpunarnefnd FKA varpa ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og um leið hvetja konur til að láta að sér kveða á vettvangi nýsköpunar og skapa þannig verðmæti fyrir sig og sína og samfélagið í heild. Samfélagið nýtur góðs af nýsköpun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Það er mikils virði fyrir alla þegar frumkvöðlar miðla af reynslu sinni, fara yfir mistökin sem gerð hafa verið, áskoranirnar og ekki síður sigrana og velgengnina. Allt er þetta liður í áherslum Nýsköpunarnefndar FKA að finna leiðir til aukinnar þátttöku kvenna í nýsköpun. Samfélagið í heild nýtur góðs af því þegar mannauður, menntun og reynsla er nýtt með sem bestum hætti. Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is, þriðjudaginn 6.okt. kl. 16-18. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar