Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. október 2020 23:31 Rúnar (t.h) er hér ásamt Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara KR. Andrew Milligan/Getty Images Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. „Það er mikil ánægja með að vinna og halda hreinu. Þrjú stig á útivelli er mjög gott og ég er ánægður með strákana,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Það er æðislegt þegar að við skorum svona snemma og það gefur mönnum smá sjálfstraust og léttir á stressinu sem er oft þegar að leikir hefjast,“ sagði Rúnar um upphaf leiksins en Ægir Jarl gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 35 sekúndur. Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald í síðasta leik og kom Guðjón Orri Sigurjónsson í hans stað í leiknum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og varði víti er rúmur hálftími var liðinn af leiknum og KR með 1-0 forystu. „Guðjón er búin að vera frábær fyrir okkur frá því að hann kom. Hann varði fullt af vítum í vetur fyrir okkur, hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum og var nálægt því að verja víti á móti Fylki í síðustu umferð svo ver hann þetta fyrir okkur í dag. Það í er rauninni stærsti hluturinn í því að við vinnum þennan leik. Hann bjargar þarna marki fyrir okkur. Það gaf okkur smá trú, meira traust á það sem við vorum að gera og halda forustunni inn í hálfleikinn.” „Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við höfum tilbúna til að geta spilað á sunnudaginn. Það eru mikil meiðsli hjá okkur og við erum með tvo í leikbanni. Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við getum valið úr til að stilla upp góðu liði,“ sagði Rúnar um næsta leik sem gæti reynst Íslandsmeisturunum snúinn. Á sunnudag fer KR upp í Kór og mætir HK, leik sem liðið tapaði 4-1 í fyrra. Þá tapaði KR 3-0 fyrir HK á heimavelli fyrr í sumar. „Við lentum í veseni í Kórnum í fyrra og töpuðum illa fyrir HK. Við þurfum aðeins að rétta okkar hlut þar. Þurfum að spila betur en í dag og betur en við gerðum í fyrra,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. „Það er mikil ánægja með að vinna og halda hreinu. Þrjú stig á útivelli er mjög gott og ég er ánægður með strákana,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Það er æðislegt þegar að við skorum svona snemma og það gefur mönnum smá sjálfstraust og léttir á stressinu sem er oft þegar að leikir hefjast,“ sagði Rúnar um upphaf leiksins en Ægir Jarl gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 35 sekúndur. Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald í síðasta leik og kom Guðjón Orri Sigurjónsson í hans stað í leiknum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og varði víti er rúmur hálftími var liðinn af leiknum og KR með 1-0 forystu. „Guðjón er búin að vera frábær fyrir okkur frá því að hann kom. Hann varði fullt af vítum í vetur fyrir okkur, hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum og var nálægt því að verja víti á móti Fylki í síðustu umferð svo ver hann þetta fyrir okkur í dag. Það í er rauninni stærsti hluturinn í því að við vinnum þennan leik. Hann bjargar þarna marki fyrir okkur. Það gaf okkur smá trú, meira traust á það sem við vorum að gera og halda forustunni inn í hálfleikinn.” „Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við höfum tilbúna til að geta spilað á sunnudaginn. Það eru mikil meiðsli hjá okkur og við erum með tvo í leikbanni. Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við getum valið úr til að stilla upp góðu liði,“ sagði Rúnar um næsta leik sem gæti reynst Íslandsmeisturunum snúinn. Á sunnudag fer KR upp í Kór og mætir HK, leik sem liðið tapaði 4-1 í fyrra. Þá tapaði KR 3-0 fyrir HK á heimavelli fyrr í sumar. „Við lentum í veseni í Kórnum í fyrra og töpuðum illa fyrir HK. Við þurfum aðeins að rétta okkar hlut þar. Þurfum að spila betur en í dag og betur en við gerðum í fyrra,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira