Dagskráin: Pepsi Max og Dominos deildir karla, Messi, dregið í Meistaradeildinni og fær Rúnar tækifæri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 06:45 KR urðu Íslandsmeistarar árið 2019 en engin úrslitakeppni var á síðustu leiktíð. Maðurinn sem lyftir titlinum verður þó ekki með KR-ingum í vetur en hann leikur nú með Val í Dominos deild karla. Vísir Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ Sjá meira
Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ Sjá meira