Allir í fjarkennslu vegna smits í MR Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2020 10:47 Nemendur við Menntaskólann í Reykjavík þurfa að vera í fjarnámi út þessa viku vegna smits sem fékkst staðfest hjá einum kennaranum á mánudagskvöld. Vísir/vilhelm Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við höfum verið mjög heppin. Það hefur ekki verið neitt smit hjá okkur þangað til bara núna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor skólans sem hefur tekið málið föstum tökum. „Ég hef ekki heyrt að neitt af okkar fólki sé veikt með einkenni. Það eru tilviljanir sem allt í einu verða til þess að þetta kemst upp,“ segir Elísabet sem mærir árvekni umrædds kennara. Elísabet tók ákvörðun um að allir nemendur þyrftu að fara í fjarkennslu í kjölfar smitsins á meðan á sóttkví hinna þrjátíu stendur yfir. „Í framhaldi af því [smiti kennarans] þá var staðan orðin sú að það voru margir kennarar farnir að óska þess að vinna, allavega um einhverja hríð, heima út af undirliggjandi sjúkdómum eða sjúkdómum heima fyrir og þá var tekin ákvörðun um að létta aðeins á kerfinu því þetta hefur verið mjög flókið hjá okkur.“ Af sóttvarnarástæðum hafa kennarar í MR þurft að vinna jöfnum höndum í skólanum og í gegnum fjarkennslu. Helmingur hvers bekkjar hefur verið í fjarkennslu á meðan hinir hafa fengið að mæta. „Frá og með hausti hefur kennslan verið flókin því við höfum reynt að leggja á það áherslu að fá nemendur sem mest inn í skólana en út af húsnæðismálum og nándarreglu höfum við ekki geta haft nema hálfan bekk inn í stofunni í einu.“ Eftir helgi geta nemendur mætt í skólann að nýju en þá hefur sóttkví lokið hjá hópnum. „Það er alltaf ákveðið áfall þegar smit kemur inn í skóla, þó það sé svona seint í ferlinu og í rauninni ekki fleiri undir en þetta en þá er það ákveðið áfall,“ segir Elísabet. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við höfum verið mjög heppin. Það hefur ekki verið neitt smit hjá okkur þangað til bara núna,“ segir Elísabet Siemsen, rektor skólans sem hefur tekið málið föstum tökum. „Ég hef ekki heyrt að neitt af okkar fólki sé veikt með einkenni. Það eru tilviljanir sem allt í einu verða til þess að þetta kemst upp,“ segir Elísabet sem mærir árvekni umrædds kennara. Elísabet tók ákvörðun um að allir nemendur þyrftu að fara í fjarkennslu í kjölfar smitsins á meðan á sóttkví hinna þrjátíu stendur yfir. „Í framhaldi af því [smiti kennarans] þá var staðan orðin sú að það voru margir kennarar farnir að óska þess að vinna, allavega um einhverja hríð, heima út af undirliggjandi sjúkdómum eða sjúkdómum heima fyrir og þá var tekin ákvörðun um að létta aðeins á kerfinu því þetta hefur verið mjög flókið hjá okkur.“ Af sóttvarnarástæðum hafa kennarar í MR þurft að vinna jöfnum höndum í skólanum og í gegnum fjarkennslu. Helmingur hvers bekkjar hefur verið í fjarkennslu á meðan hinir hafa fengið að mæta. „Frá og með hausti hefur kennslan verið flókin því við höfum reynt að leggja á það áherslu að fá nemendur sem mest inn í skólana en út af húsnæðismálum og nándarreglu höfum við ekki geta haft nema hálfan bekk inn í stofunni í einu.“ Eftir helgi geta nemendur mætt í skólann að nýju en þá hefur sóttkví lokið hjá hópnum. „Það er alltaf ákveðið áfall þegar smit kemur inn í skóla, þó það sé svona seint í ferlinu og í rauninni ekki fleiri undir en þetta en þá er það ákveðið áfall,“ segir Elísabet.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira