Opið bréf til menntamálaráðherra Sigrún Eyþórsdóttir skrifar 29. september 2020 16:00 Covid-19 lætur engan ósnortinn og áhrifin á einstaklinga eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Í 5 ár hef hef unnið hjá dásamlegu ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Pink Iceland, fámennu fyrirtæki sem sinnir hinsegin ferðamönnum og skipuleggur brúðkaup af öllum stærðum og gerðum fyrir erlenda ferðamenn. Fyrirtækið nýtti sér úrræði ríkisstjórnarinnar um hlutabótaleið til að halda okkur starfsfólkinu sem lengst í vinnu en í lok maí var öllum sagt upp með von um endurráðningu þegar tímar yrðu bjartari. Við vorum tvö sem ákváðum þá að skrá okkur í háskólanám og nýta þessa skrítnu tíma til að mennta okkur frekar. Mig hefur lengi dreymt um að þróa meðferðarúrræði fyrir börn í vanda þar sem ég tengi BA menntun mína í útivistarfræði við aukna menntun í uppeldis- og menntunarfræði. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Menntasjóðs og sett inn mínar forsendur, einstæð tveggja barna móðir sem var búin að vera á hlutabótaleið síðan um miðjan mars, átti ég rétt á láni sem nam svo til sömu upphæð og ég fengi frá Vinnumálastofnun á tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem höfðu þá verið framlengdar til að greiða laun sex mánuða í stað þriggja. Nú voru góð ráð dýr. Það væri hagkvæmara og auðveldara að gefa drauminn um frekara nám upp á bátinn en að steypa sér í skuldir og framtíðarkvíða því ef ég kysi að fara í háskólanám myndi ég missa atvinnuleysisbæturnar og þurfa að taka námslán þar sem eftirspurn eftir mínum kröftum á sviði ferðaþjónustu er ekki mikil í augnablikinu. Sem einstæð móðir með tvo syni gæti það reynst erfitt að vera í fullri vinnu samhliða námi og einnig sinna móðurhlutverkinu sem er jú mikilvægasta hlutverkið mitt. Við getum víst ekki allar verið þær ofurkonur sem samfélagið ætlast oft til of okkur! Ég verð að viðurkenna að þetta var skrýtin staða. Sú leið sem ég vildi fara, sú leið sem þjónar hagsmunum heildarinnar og kæmi til að bæta líf mitt og barna minna setur mig í skuld við ríkið á meðan ég fengi beinlínis styrk til að halda áfram á sömu braut atvinnuleysis. Í byrjun sumars var lagt fram frumvarp þar sem að fólki var gefin kostur á að halda áfram á atvinnuleysisbótum á meðan það menntaði sig en það hefur ekki enn verið samþykkt og mér sýnist að það hafi verið tekið af borðinu og umræðan horfið á bakvið önnur mál. Að sjálfsögðu var freistandi að gefa draum minn um frekari menntun upp á bátinn þar sem ég hafði hreinlega ekki ráð á að láta hann rætast og skuldsetja mig verulega. En hvaða ákvörðun tók ég? Þetta var ekki flókið í sjálfu sér, ég ákvað að láta ekki deigan síga og halda draumnum um betra líf til streitu, setja mig í verulega skuld á þessum erfiðu tímum því unga fólkið okkar þarf fjölbreytt og góð úrræði undir handleiðslu menntaðs fólks með ástríðu fyrir því sem þau gera. Við sem höfum þessa ástríðu eigum betur heima á skólabekk en á atvinnuleysisbótum. Getum við séð ekki það sem ljósan punkt í þessum heimsfaraldri að fólk er að staldra við, endurhugsa og endurmeta lífið og nýta tækifærið til að mennta sig í stað þess að sitja heima og bíða bjartari tíma? Ég stend ekki ein í þessum sporum. Fjöldi fólks þurfti að taka erfiðar ákvarðanir út frá þessum brengluðu forsendum sem ég útlista hér að ofan. Í dag gefur ríkisstjórnin síðan út annan aðgerðapakka þar sem aftur er gengið framhjá þessum mikilvæga hópi fólks. Kæri menntamálaráðherra, má ég biðja þig um að endurvekja þetta frumvarp og bjóða okkur námsmönnum að halda áfram á atvinnuleysisbótum eða fá sambærilegan styrk frá ríkinu svo við getum látið drauma okkar rætast og á sama tíma gert okkar samfélag betra. Höfundur er ferðaskipuleggjandi, háskólanemi og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 lætur engan ósnortinn og áhrifin á einstaklinga eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Í 5 ár hef hef unnið hjá dásamlegu ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Pink Iceland, fámennu fyrirtæki sem sinnir hinsegin ferðamönnum og skipuleggur brúðkaup af öllum stærðum og gerðum fyrir erlenda ferðamenn. Fyrirtækið nýtti sér úrræði ríkisstjórnarinnar um hlutabótaleið til að halda okkur starfsfólkinu sem lengst í vinnu en í lok maí var öllum sagt upp með von um endurráðningu þegar tímar yrðu bjartari. Við vorum tvö sem ákváðum þá að skrá okkur í háskólanám og nýta þessa skrítnu tíma til að mennta okkur frekar. Mig hefur lengi dreymt um að þróa meðferðarúrræði fyrir börn í vanda þar sem ég tengi BA menntun mína í útivistarfræði við aukna menntun í uppeldis- og menntunarfræði. Eftir að hafa skoðað heimasíðu Menntasjóðs og sett inn mínar forsendur, einstæð tveggja barna móðir sem var búin að vera á hlutabótaleið síðan um miðjan mars, átti ég rétt á láni sem nam svo til sömu upphæð og ég fengi frá Vinnumálastofnun á tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem höfðu þá verið framlengdar til að greiða laun sex mánuða í stað þriggja. Nú voru góð ráð dýr. Það væri hagkvæmara og auðveldara að gefa drauminn um frekara nám upp á bátinn en að steypa sér í skuldir og framtíðarkvíða því ef ég kysi að fara í háskólanám myndi ég missa atvinnuleysisbæturnar og þurfa að taka námslán þar sem eftirspurn eftir mínum kröftum á sviði ferðaþjónustu er ekki mikil í augnablikinu. Sem einstæð móðir með tvo syni gæti það reynst erfitt að vera í fullri vinnu samhliða námi og einnig sinna móðurhlutverkinu sem er jú mikilvægasta hlutverkið mitt. Við getum víst ekki allar verið þær ofurkonur sem samfélagið ætlast oft til of okkur! Ég verð að viðurkenna að þetta var skrýtin staða. Sú leið sem ég vildi fara, sú leið sem þjónar hagsmunum heildarinnar og kæmi til að bæta líf mitt og barna minna setur mig í skuld við ríkið á meðan ég fengi beinlínis styrk til að halda áfram á sömu braut atvinnuleysis. Í byrjun sumars var lagt fram frumvarp þar sem að fólki var gefin kostur á að halda áfram á atvinnuleysisbótum á meðan það menntaði sig en það hefur ekki enn verið samþykkt og mér sýnist að það hafi verið tekið af borðinu og umræðan horfið á bakvið önnur mál. Að sjálfsögðu var freistandi að gefa draum minn um frekari menntun upp á bátinn þar sem ég hafði hreinlega ekki ráð á að láta hann rætast og skuldsetja mig verulega. En hvaða ákvörðun tók ég? Þetta var ekki flókið í sjálfu sér, ég ákvað að láta ekki deigan síga og halda draumnum um betra líf til streitu, setja mig í verulega skuld á þessum erfiðu tímum því unga fólkið okkar þarf fjölbreytt og góð úrræði undir handleiðslu menntaðs fólks með ástríðu fyrir því sem þau gera. Við sem höfum þessa ástríðu eigum betur heima á skólabekk en á atvinnuleysisbótum. Getum við séð ekki það sem ljósan punkt í þessum heimsfaraldri að fólk er að staldra við, endurhugsa og endurmeta lífið og nýta tækifærið til að mennta sig í stað þess að sitja heima og bíða bjartari tíma? Ég stend ekki ein í þessum sporum. Fjöldi fólks þurfti að taka erfiðar ákvarðanir út frá þessum brengluðu forsendum sem ég útlista hér að ofan. Í dag gefur ríkisstjórnin síðan út annan aðgerðapakka þar sem aftur er gengið framhjá þessum mikilvæga hópi fólks. Kæri menntamálaráðherra, má ég biðja þig um að endurvekja þetta frumvarp og bjóða okkur námsmönnum að halda áfram á atvinnuleysisbótum eða fá sambærilegan styrk frá ríkinu svo við getum látið drauma okkar rætast og á sama tíma gert okkar samfélag betra. Höfundur er ferðaskipuleggjandi, háskólanemi og tveggja barna móðir.