Fækkun ferðamanna heldur aftur af hækkun í leiguverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2020 15:29 Ferðamönnum hér á landi hefur fækkað rösklega vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Verulega hefur hægt á þróun leiguverðs hér á landi á síðustu mánuðum. Fækkun ferðamanna hefur gert það að verkum að íbúðir sem voru nýttar til skammtímaútleigu, skiluðu sér að einhverju leyti á almennan leigumarkað með þeim afleiðingum að framboð jókst og þrýstingur á leiguverð minnkaði. Fjöldi Airbnb íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú um 1600 en voru um 3500 þegar mest var. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% milli júlí og ágúst. Til samanburðar hækkaði kaupverð fjölbýlis rúmlega þrisvar sinnum meira, eða um 0,7% á sama tíma. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist nú 1,4% og sambærileg hækkun á íbúðaverði er 5,2%. Frá því í mars á þessu ári hefur 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði, en líkt og greint hefur verið frá í fyrri Hagsjám er talsverður kraftur í þróun íbúðaverðs um þessar mundir, á sama tíma og hægir á þróun leiguverðs. „Á sumarmánuðunum júní-ágúst var að jafnaði þriðjungi fleiri leigusamningum þinglýst en á sömu mánuðum fyrir ári síðan. Mestu munaði í júní þegar 610 leigusamningum var þinglýst, eða 60% fleiri en í júní í fyrra. Mikil aukning á nýjum leigusamningum samtímis því sem hægir á verðhækkunum, bendir til þess að framboð hafi aukist af leiguhúsnæði, og meira en sem nemur aukningu í eftirspurn,“ segir í hagsjánni. Líklegast skýringin á þeim sviptingum sem hafa átt sér stað á leigumarkaði sé að framboðið hafi hlutfallslega aukist mjög hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum fór að fækka og íbúðir sem nýttar voru til útleigu ferðamanna fóru í almenna útleigu. Þegar ferðamannastraumurinn stóð sem hæst voru allt að 3.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar til útleigu á vef Airbnb. Sá fjöldi hefur dregist saman og í ágúst voru um 1.600 íbúðir skráðar á vef Airbnb. Mánaðarlegt framboð Airbnb íbúða hefur því dregist saman um allt að 45% milli ára og nemur fækkunin allt að 1.400 íbúðum. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Verulega hefur hægt á þróun leiguverðs hér á landi á síðustu mánuðum. Fækkun ferðamanna hefur gert það að verkum að íbúðir sem voru nýttar til skammtímaútleigu, skiluðu sér að einhverju leyti á almennan leigumarkað með þeim afleiðingum að framboð jókst og þrýstingur á leiguverð minnkaði. Fjöldi Airbnb íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú um 1600 en voru um 3500 þegar mest var. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% milli júlí og ágúst. Til samanburðar hækkaði kaupverð fjölbýlis rúmlega þrisvar sinnum meira, eða um 0,7% á sama tíma. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist nú 1,4% og sambærileg hækkun á íbúðaverði er 5,2%. Frá því í mars á þessu ári hefur 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði, en líkt og greint hefur verið frá í fyrri Hagsjám er talsverður kraftur í þróun íbúðaverðs um þessar mundir, á sama tíma og hægir á þróun leiguverðs. „Á sumarmánuðunum júní-ágúst var að jafnaði þriðjungi fleiri leigusamningum þinglýst en á sömu mánuðum fyrir ári síðan. Mestu munaði í júní þegar 610 leigusamningum var þinglýst, eða 60% fleiri en í júní í fyrra. Mikil aukning á nýjum leigusamningum samtímis því sem hægir á verðhækkunum, bendir til þess að framboð hafi aukist af leiguhúsnæði, og meira en sem nemur aukningu í eftirspurn,“ segir í hagsjánni. Líklegast skýringin á þeim sviptingum sem hafa átt sér stað á leigumarkaði sé að framboðið hafi hlutfallslega aukist mjög hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum fór að fækka og íbúðir sem nýttar voru til útleigu ferðamanna fóru í almenna útleigu. Þegar ferðamannastraumurinn stóð sem hæst voru allt að 3.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar til útleigu á vef Airbnb. Sá fjöldi hefur dregist saman og í ágúst voru um 1.600 íbúðir skráðar á vef Airbnb. Mánaðarlegt framboð Airbnb íbúða hefur því dregist saman um allt að 45% milli ára og nemur fækkunin allt að 1.400 íbúðum.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira