Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 11:30 Breiðablik vann Val af öryggi, 4-0, fyrr í sumar en liðin mætast aftur í toppslag á Hlíðarenda föstudaginn 2. október. VÍSIR/DANÍEL Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira
Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Þessi sterka staða Íslands, sem var í 15. sæti listans í fyrra, þýðir að tvö efstu lið Pepsi Max-deildar kvenna verða með í Meistaradeild Evrópu á næsta ári, sem og tímabilið 2022-23. Þó að liðin í Pepsi Max-deildinni í ár eigi flest enn 4-5 leiki eftir hafa Valur og Breiðablik þegar tryggt sér farseðilinn í Meistaradeildina á næsta ári. Valur er á toppnum með 37 stig, Breiðablik með 36 stig og leik til góða, en Fylkir er í 3. sæti með 20 stig og getur mest náð 35 stigum. Síðustu ár hefur Ísland átt einn fulltrúa í Meistaradeild kvenna. Þannig eru Íslandsmeistarar Vals með í keppninni í vetur en dregist hefur á langinn að hefja keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Dregið verður í 1. umferð undankeppninnar 22. október, en komast þarf í gegnum tvær umferðir (slá samtals út tvo andstæðinga) til að komast í 32 liða úrslit. Valur og Breiðablik í ólíkum hópum í fyrstu umferð Fyrirkomulaginu á keppninni verður svo breytt frá og með næsta ári þannig að það verði líkt og í Meistaradeild karla. Þá verða tvær umferðir í undankeppninni, en svo tekur við riðlakeppni með fjórum fjögurra liða riðlum, í stað hreinnar útsláttarkeppni. Valskonur eiga að spila í Meistaradeild Evrópu í haust en hafa þurft að bíða vegna kórónuveirufaraldursins.vísir/daníel Valur og Breiðablik munu koma inn í fyrstu umferð undankeppninnar. Þar munu þau skiptast í tvo hópa; meistarahóp og hóp liða sem lentu í 2.-3. sæti í sterkustu deildunum, og geta lið úr þessum hópum ekki dregist saman. Sex efstu knattspyrnusamböndin á styrkleikalista UEFA frá 2019 (Frakkland, Þýskaland, England, Svíþjóð, Spánn og Tékkland) munu eiga þrjá fulltrúa hvert í Meistaradeildinni á næsta ári. Samböndin í sætum 7-16 geta sent tvo fulltrúa, en önnur sambönd geta aðeins sent sinn landsmeistara.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira
Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga Valur og Breiðablik munu spila stærsta leik tímabilsins í kvennafótboltanum tveimur dögum seinna en áætlað var. 23. september 2020 18:01