Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 15:53 Navalní birti mynd af sér og konu sinni Júlíu á samfélagsmiðli í dag. Hann er að braggast eftir eitrunina en læknar segja of snemmt að meta hvort hún hafi langtímaáhrif á heilsu hans. AP/Alexei Navalní Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. Fötin telur hann lykilsönnunargögn í rannsókn á hver byrlaði honum eitrið. Navalní er nú á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna sem grunaði strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að rannsaka veikindi Navalní sem sakamál. Í bloggfærslu í dag skrifaði Navalní að novichok hafi bæði fundist „í og á“ líkama hans. Fötin sem hann var í þegar hann var færður á sjúkrahús í Síberíu í ágúst og voru tekin af honum væru því mikilvæg sönnunargögn, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Ég krefst þess að fötunum mínum verði pakkað varlega í plastpoka og þeim skilað til mína,“ skrifaði Navalní sem hefur verið í fararbroddi í gagnrýni á ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og spillingu í Rússlandi undanfarin ár. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sama taugaeitrinu og rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans var byrlað í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu. Navalní gangrýndi rússnesk yfirvöld harðlega fyrir að hefja ekki sakamálarannsókn á eiturárásinni í blöggfærslunni. „Það er ekkert sakamál í Rússland, það er „bráðabirgðaskoðun varðandi sjúkrahússinnlögn“. Það er eins og ég hafi ekki fallið í dá í flugvél heldur hafi ég hrasað í stórmarkaði og fótbrotið mig,“ skrifaði Navalní. Rússnesk yfirvöld hafa á móti krafist þess að fá upplýsingar um hvers konar rannsóknir hafi verið gerðar á Navalní í Þýskalandi og þvertekið fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi haft nokkuð með veikindi Navalní að gera. Fjöldi stjórnarandstæðinga, blaðamanna og pólitískra andstæðinga Pútín forseta hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður á um tuttugu ára langri stjórnartíð hans. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Þýskaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. Fötin telur hann lykilsönnunargögn í rannsókn á hver byrlaði honum eitrið. Navalní er nú á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna sem grunaði strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að rannsaka veikindi Navalní sem sakamál. Í bloggfærslu í dag skrifaði Navalní að novichok hafi bæði fundist „í og á“ líkama hans. Fötin sem hann var í þegar hann var færður á sjúkrahús í Síberíu í ágúst og voru tekin af honum væru því mikilvæg sönnunargögn, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Ég krefst þess að fötunum mínum verði pakkað varlega í plastpoka og þeim skilað til mína,“ skrifaði Navalní sem hefur verið í fararbroddi í gagnrýni á ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og spillingu í Rússlandi undanfarin ár. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sama taugaeitrinu og rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans var byrlað í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu. Navalní gangrýndi rússnesk yfirvöld harðlega fyrir að hefja ekki sakamálarannsókn á eiturárásinni í blöggfærslunni. „Það er ekkert sakamál í Rússland, það er „bráðabirgðaskoðun varðandi sjúkrahússinnlögn“. Það er eins og ég hafi ekki fallið í dá í flugvél heldur hafi ég hrasað í stórmarkaði og fótbrotið mig,“ skrifaði Navalní. Rússnesk yfirvöld hafa á móti krafist þess að fá upplýsingar um hvers konar rannsóknir hafi verið gerðar á Navalní í Þýskalandi og þvertekið fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi haft nokkuð með veikindi Navalní að gera. Fjöldi stjórnarandstæðinga, blaðamanna og pólitískra andstæðinga Pútín forseta hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður á um tuttugu ára langri stjórnartíð hans.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Þýskaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33
Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38