500 þúsund króna sekt fyrir að óhlýðnast lögreglu um rýmingu vegna snjóflóðahættu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 10:21 Snjóflóðavarnagarðurinn á Flateyri. Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. Frumvarpið varðar breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Verði frumvarpið að veruleika þá verður eigendum húsaeigna sem keyptar hafa verið upp eða teknar eignarnámi óheimilt að dvelja í eða heimila öðrum dvöl í húseigninni þegar dvölin er í ósamræmi við hættumat eða utan heimils nýtingartíma samkvæmt þinglýstri kvöð. Þá skal hlýða fyrirmælum lögreglu um rýmingu húseigna án tafar. Brotin munu varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum er refsiverð samkvæmt þriðja kafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið er tilkomið eftir ábendingar frá Veðurstofu Íslands, ofanflóðanefnd, sveitarfélögum, lögregluembættum og umboðsmanni Alþingis. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að aukin áhersla hafi verið lögð á varnir gegn ofanflóðum eftir fárviðri sem gekk yfir landið í árslok 2019 og snjóflóð á Vestfjörðum í ársbyrjun 2020. Við snjóflóðið sem varð á Flateyri í upphafi ársins 2020 stóðu varnir en hluti flóðsins fór þó yfir varnarvirki og varð mannbjörg í húsi sem varð fyrir flóði. Í Súgandafirði féll flóð gegnt Suðureyri og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem skall á Suðureyri. Mikið eignatjón varð á Flateyri. „Atburðir minna okkur því reglulega á þessa vá og sýna fram á að mikilvægt er að lög og reglugerðir um varnir gegn ofanflóðum, stefnumótun og áhættumat á hverjum stað þurfa að vera í reglulegri endurskoðun þannig að draga megi úr líkum á tjóni þegar ofanflóð eiga sér stað,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. Frumvarpið varðar breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Verði frumvarpið að veruleika þá verður eigendum húsaeigna sem keyptar hafa verið upp eða teknar eignarnámi óheimilt að dvelja í eða heimila öðrum dvöl í húseigninni þegar dvölin er í ósamræmi við hættumat eða utan heimils nýtingartíma samkvæmt þinglýstri kvöð. Þá skal hlýða fyrirmælum lögreglu um rýmingu húseigna án tafar. Brotin munu varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum er refsiverð samkvæmt þriðja kafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið er tilkomið eftir ábendingar frá Veðurstofu Íslands, ofanflóðanefnd, sveitarfélögum, lögregluembættum og umboðsmanni Alþingis. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að aukin áhersla hafi verið lögð á varnir gegn ofanflóðum eftir fárviðri sem gekk yfir landið í árslok 2019 og snjóflóð á Vestfjörðum í ársbyrjun 2020. Við snjóflóðið sem varð á Flateyri í upphafi ársins 2020 stóðu varnir en hluti flóðsins fór þó yfir varnarvirki og varð mannbjörg í húsi sem varð fyrir flóði. Í Súgandafirði féll flóð gegnt Suðureyri og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem skall á Suðureyri. Mikið eignatjón varð á Flateyri. „Atburðir minna okkur því reglulega á þessa vá og sýna fram á að mikilvægt er að lög og reglugerðir um varnir gegn ofanflóðum, stefnumótun og áhættumat á hverjum stað þurfa að vera í reglulegri endurskoðun þannig að draga megi úr líkum á tjóni þegar ofanflóð eiga sér stað,“ segir í greinargerð frumvarpsins.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira