Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 21:42 Frá vettvangi á hjólhýsasvæðinu í október í fyrra þegar eldur kom þar upp. Brunavarnir Árnessýslu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, er ákvörðunin tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant, komi þar upp eldur. „Í bréfi lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá því í maí kemur fram að ástandið á svæðinu með tilliti til brunavarna og öryggis fólks sé með öllu óviðunandi. Í bréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í ágúst kemur fram að það sé á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í október í fyrra kom upp eldur á hjólhýsasvæðinu þar sem bæði hjólhýsi og pallavirki í kringum það brunnu til kaldra kola. Þá var talsverð hætta á því að eldurinn bærist í skóglendi í kring. Í tilkynningu sveitarstjórans segir að sveitarstjórnin sjá sér ekki fært að leggja fjármagn í þá uppbyggingu svæðisins sem þurfi til svo að ástandið þar verði viðunandi. „Ljóst er að sveitarfélagið yrði að leggja í verulegan kostnað til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf, svo sem með öflugri vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvivatn og uppsetningu brunahana og gerð flóttaleiða. Deiliskipuleggja þyrfti svæðið og gera hluta leigutaka að víkja af svæðinu, til að virða fjarlægðarmörk milli eininga, og fjarlægja talsvert af byggingum. Þá liggur fyrir beiðni um frekari uppbyggingu hreinlætisaðstöðu, auk þess sem þyrfti að bæta úr fráveitumálum. Fyrirkomulag rekstrar hefur verið þannig að svæðið er á landi sveitarfélagsins og á það götur, lagnir og hreinlætisaðstöðu á svæðinu. Samningar hafa verið gerðir á milli sveitarfélagsins og fyrirtækis sem annast rekstur svæðisins og á milli rekstraraðila og einstaka leigutaka. Samningar við leigutaka eru gerðir til 2ja ára í senn og er misjafnt hversu langt er þar til þeir renna út. Samþykkt sveitarstjórnar er á þá leið að gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út og verða því engir samningar i gildi að tveimur árum liðnum. Rekstur hjólhýsasvæðis við Laugarvatn á sér hátt í 50 ára sögu og hafa margar fjölskyldur notið dvalar þar. Regluverk hvað varðar skipulag slíkra svæða og brunavarnir hefur breyst á þeim tíma og eru nú gerðar meiri kröfur til slíkra þátta. Þar sem ekki er unnt að tryggja viðunandi brunavarnir og öryggi fólks nema ráðast í umtalsverðan kostnað verður starfseminni hætt, enda er ekki hægt að réttlæta að sveitarfélagið kosti slíka uppbyggingu,“ segir í tilkynningu Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, er ákvörðunin tekin vegna þess að öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant, komi þar upp eldur. „Í bréfi lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá því í maí kemur fram að ástandið á svæðinu með tilliti til brunavarna og öryggis fólks sé með öllu óviðunandi. Í bréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í ágúst kemur fram að það sé á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Í október í fyrra kom upp eldur á hjólhýsasvæðinu þar sem bæði hjólhýsi og pallavirki í kringum það brunnu til kaldra kola. Þá var talsverð hætta á því að eldurinn bærist í skóglendi í kring. Í tilkynningu sveitarstjórans segir að sveitarstjórnin sjá sér ekki fært að leggja fjármagn í þá uppbyggingu svæðisins sem þurfi til svo að ástandið þar verði viðunandi. „Ljóst er að sveitarfélagið yrði að leggja í verulegan kostnað til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf, svo sem með öflugri vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvivatn og uppsetningu brunahana og gerð flóttaleiða. Deiliskipuleggja þyrfti svæðið og gera hluta leigutaka að víkja af svæðinu, til að virða fjarlægðarmörk milli eininga, og fjarlægja talsvert af byggingum. Þá liggur fyrir beiðni um frekari uppbyggingu hreinlætisaðstöðu, auk þess sem þyrfti að bæta úr fráveitumálum. Fyrirkomulag rekstrar hefur verið þannig að svæðið er á landi sveitarfélagsins og á það götur, lagnir og hreinlætisaðstöðu á svæðinu. Samningar hafa verið gerðir á milli sveitarfélagsins og fyrirtækis sem annast rekstur svæðisins og á milli rekstraraðila og einstaka leigutaka. Samningar við leigutaka eru gerðir til 2ja ára í senn og er misjafnt hversu langt er þar til þeir renna út. Samþykkt sveitarstjórnar er á þá leið að gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út og verða því engir samningar i gildi að tveimur árum liðnum. Rekstur hjólhýsasvæðis við Laugarvatn á sér hátt í 50 ára sögu og hafa margar fjölskyldur notið dvalar þar. Regluverk hvað varðar skipulag slíkra svæða og brunavarnir hefur breyst á þeim tíma og eru nú gerðar meiri kröfur til slíkra þátta. Þar sem ekki er unnt að tryggja viðunandi brunavarnir og öryggi fólks nema ráðast í umtalsverðan kostnað verður starfseminni hætt, enda er ekki hægt að réttlæta að sveitarfélagið kosti slíka uppbyggingu,“ segir í tilkynningu Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira