KR-ingar vilja undanþágu | „Erum ekki hefðbundnir ferðamenn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:45 Beitir Ólafsson, markvörður KR, skutlar sér hér á eftir boltanum sem tryggði Stjörnunni sigur gegn KR í er liðin mættust í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn var. Vísir/Hulda Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti