Tjáði neyðarlínu að hann væri fangi félaga sinna og þeir ætluðu að meiða hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 11:11 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar að manninum um helgina. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst eftir leit björgunarsveita í Þjórsárdal í gærmorgun hringdi á neyðarlínu um nóttina og sagði að ferðafélagar hans hefðu numið hann á brott og hygðust vinna honum mein. Ferðafélagar mannsins höfðu „aðra sögu að segja“ en mennirnir voru allir látnir lausir úr haldi lögreglu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir að maðurinn hafi haft litlar skýringar á staðsetningu sinni í samtali við neyðarlínu og hann svo slitið símtalinu. Ekki náðist í hann aftur. Eftir greiningu á samskiptum við fjarskiptakerfi var ráðist í leit að manninum í Þjórsárdal. Ferðafélagar mannsins fundust nokkru síðar á bensínlausum bíl. Ástand þeirra var „misgott“, að því er segir í tilkynningu lögreglu en ekki eru gefnar frekari skýringar á því. Þá hafi ferðafélagarnir haft „aðra sögu að segja“ en maðurinn, sem hafði haldið því fram að þeir hefðu numið sig á brott og ætluðu að meiða sig. Vonskuveður var þarna um nóttina og voru björgunarsveitir, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallaðar út. Áhöfn þyrlunnar fann manninn austan við Fossá um klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun, „fáklæddan en nokkuð hressan“. Mennirnir voru allir fluttir á lögreglustöðina á Selfossi en fóru koll af kolli frjálsir ferða sinna eftir því sem leið á daginn. Sá síðasti yfirgaf stöðina um kvöldmatarleytið. „Var þá komin nokkuð góð mynd á málið sem að lögum verður ekki fellt undir refsimál og verður rannsókn þess hætt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki náðist í lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Björgunarsveitir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lögreglumál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Maðurinn sem fannst eftir leit björgunarsveita í Þjórsárdal í gærmorgun hringdi á neyðarlínu um nóttina og sagði að ferðafélagar hans hefðu numið hann á brott og hygðust vinna honum mein. Ferðafélagar mannsins höfðu „aðra sögu að segja“ en mennirnir voru allir látnir lausir úr haldi lögreglu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir að maðurinn hafi haft litlar skýringar á staðsetningu sinni í samtali við neyðarlínu og hann svo slitið símtalinu. Ekki náðist í hann aftur. Eftir greiningu á samskiptum við fjarskiptakerfi var ráðist í leit að manninum í Þjórsárdal. Ferðafélagar mannsins fundust nokkru síðar á bensínlausum bíl. Ástand þeirra var „misgott“, að því er segir í tilkynningu lögreglu en ekki eru gefnar frekari skýringar á því. Þá hafi ferðafélagarnir haft „aðra sögu að segja“ en maðurinn, sem hafði haldið því fram að þeir hefðu numið sig á brott og ætluðu að meiða sig. Vonskuveður var þarna um nóttina og voru björgunarsveitir, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kallaðar út. Áhöfn þyrlunnar fann manninn austan við Fossá um klukkan 7:30 á sunnudagsmorgun, „fáklæddan en nokkuð hressan“. Mennirnir voru allir fluttir á lögreglustöðina á Selfossi en fóru koll af kolli frjálsir ferða sinna eftir því sem leið á daginn. Sá síðasti yfirgaf stöðina um kvöldmatarleytið. „Var þá komin nokkuð góð mynd á málið sem að lögum verður ekki fellt undir refsimál og verður rannsókn þess hætt,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ekki náðist í lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun.
Björgunarsveitir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Lögreglumál Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira