Austurland - heimsyfirráð eða dauði... Sigurður Ragnarsson skrifar 9. september 2020 16:00 Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar