Upplifir algjöra þöggun um stöðu drengja í skólakerfinu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. september 2020 10:30 Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi. Hann hefur lengi barist fyrir bættum lestri meðal barna á Íslandi, þá sérstaklega hjá drengjum en Hermundur er einn þeirra sem hefur verulegar áhyggjur af stöðu þeirra í íslensku skólakerfi og hefur hann í því samhengi bent á mikið brotfall drengja úr framhaldsskólum og lágt hlutfall í Háskólum landsins. Hermundur var gestur Frosta Logasonar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við erum það vestræna ríki sem er með stærstu kynjamismununina en það eru sjötíu prósent stúlkur í háskóla hér og þrjátíu prósent strákar. Og á Akureyri eru það 78 prósent stúlkur. Þetta sýnir það að strákar eru ekki að komast upp í háskólana eins og stúlkurnar,“ segir Hermundur. „Við sjáum þetta einnig í næsta stigi fyrir neðan en þar eru 31 prósent brotfall drengja úr framhaldsskóla. Þannig að það byrjar strax vandamál hjá drengjum í framhaldsskólum. Í dag eru 34 prósent drengja fimmtán ára gamlir sem lesa sér ekki til gagns eða skilja ekki þann texta sem þeir eiga vera lesa. Og um fimmtíu prósent á lægstu stigunum. Þetta er mjög alvarleg staða og segir hvernig staða okkar menntakerfis er.“ Hann segir að rannsóknir bendi til þess að fólk tali almennt minna við drengi alveg frá fæðingu. „Stelpur babla meira en strákar alveg frá tíu mánaða aldri og við erum komin þar með ákveðna félagslega breytu sem hefur mikið að segja fyrir bæði málþroska og orðaforða. Það er gríðarlega mikilvægt til þess að geta verið góður í lestri.“ Strákar þurfa meiri ástríðu Hermundur hefur um nokkurt skeið gagnrýnt þær aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu hér á landi, einkum byrjendalæsi og þá miklu áherslu sem lögð er á lestrarhraða. Hann hefur sagt hljóðaaðferðina einu raunprófuðu lestrarkennsluaðferðina, en hún virðist vera notuð í alltof fáum skólum landsins. Með hljóðaaðferðinni er átt við að nemendur læra heiti bókstafanna, hvaða hljóð þeir eiga og hvernig tengja á hljóðin saman í orð. „Rannsóknir sýna að strákar eru mjög viðkvæmir þegar þeir ekki bókstafahljóðaþjálfunina til þess að ná að brjóta lestrarkóðann. Þegar lestrarkóðinn er brotinn þá verður við að fá áskorun miðað við færni. Okkar rannsóknir benda einnig á það að strákar þurfa meiri ástríðu til þess að nota krafinn og viljann til þess að gera verkefnin. Þeir verða að fá bækur sem að kveikja áhugann. Þetta er líka mikilvægt fyrir stelpur en fyrir stráka er þetta í algjöru lykilhlutverki.“ Hann segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að missa svona stóran hluta í þjóðfélaginu úr höndunum. „Við sjáum t.d. í löndunum í kringum okkur að sextíu til sjötíu prósent fanga í Noregi og Írlandi eru með lesblindu. Við erum að gefa ungum drengjum allt of mikið af lyfjum og hér taka fimmtán prósent drengja á aldrinum 10-15 ára rítalín sem er allt of há tala. Í Noregi er það fimm prósent og þeir hafa miklar áhyggjur af því. Þá er eitthvað að hjá okkur sem þjóðfélag. Ég hef bent á að við verðum að breyta skólakerfinu og brjóta það meira upp. Hafa styttri tíma og meiri tíma þar sem þú getur hreyft þig.“ Hermundur segir að það sé algjör þöggun í gangi varðandi þetta vandamál í samfélaginu. „Það er enginn að ræða þessi mál. Það er enginn að ræða um það hvort við séum að gera eitthvað sem ekki passar í íslensku skólakerfi. Maður mætir mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna.“ Skóla - og menntamál Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Hermundur Sigmundsson er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi. Hann hefur lengi barist fyrir bættum lestri meðal barna á Íslandi, þá sérstaklega hjá drengjum en Hermundur er einn þeirra sem hefur verulegar áhyggjur af stöðu þeirra í íslensku skólakerfi og hefur hann í því samhengi bent á mikið brotfall drengja úr framhaldsskólum og lágt hlutfall í Háskólum landsins. Hermundur var gestur Frosta Logasonar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við erum það vestræna ríki sem er með stærstu kynjamismununina en það eru sjötíu prósent stúlkur í háskóla hér og þrjátíu prósent strákar. Og á Akureyri eru það 78 prósent stúlkur. Þetta sýnir það að strákar eru ekki að komast upp í háskólana eins og stúlkurnar,“ segir Hermundur. „Við sjáum þetta einnig í næsta stigi fyrir neðan en þar eru 31 prósent brotfall drengja úr framhaldsskóla. Þannig að það byrjar strax vandamál hjá drengjum í framhaldsskólum. Í dag eru 34 prósent drengja fimmtán ára gamlir sem lesa sér ekki til gagns eða skilja ekki þann texta sem þeir eiga vera lesa. Og um fimmtíu prósent á lægstu stigunum. Þetta er mjög alvarleg staða og segir hvernig staða okkar menntakerfis er.“ Hann segir að rannsóknir bendi til þess að fólk tali almennt minna við drengi alveg frá fæðingu. „Stelpur babla meira en strákar alveg frá tíu mánaða aldri og við erum komin þar með ákveðna félagslega breytu sem hefur mikið að segja fyrir bæði málþroska og orðaforða. Það er gríðarlega mikilvægt til þess að geta verið góður í lestri.“ Strákar þurfa meiri ástríðu Hermundur hefur um nokkurt skeið gagnrýnt þær aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu hér á landi, einkum byrjendalæsi og þá miklu áherslu sem lögð er á lestrarhraða. Hann hefur sagt hljóðaaðferðina einu raunprófuðu lestrarkennsluaðferðina, en hún virðist vera notuð í alltof fáum skólum landsins. Með hljóðaaðferðinni er átt við að nemendur læra heiti bókstafanna, hvaða hljóð þeir eiga og hvernig tengja á hljóðin saman í orð. „Rannsóknir sýna að strákar eru mjög viðkvæmir þegar þeir ekki bókstafahljóðaþjálfunina til þess að ná að brjóta lestrarkóðann. Þegar lestrarkóðinn er brotinn þá verður við að fá áskorun miðað við færni. Okkar rannsóknir benda einnig á það að strákar þurfa meiri ástríðu til þess að nota krafinn og viljann til þess að gera verkefnin. Þeir verða að fá bækur sem að kveikja áhugann. Þetta er líka mikilvægt fyrir stelpur en fyrir stráka er þetta í algjöru lykilhlutverki.“ Hann segir að það geti verið mjög dýrt fyrir samfélagið að missa svona stóran hluta í þjóðfélaginu úr höndunum. „Við sjáum t.d. í löndunum í kringum okkur að sextíu til sjötíu prósent fanga í Noregi og Írlandi eru með lesblindu. Við erum að gefa ungum drengjum allt of mikið af lyfjum og hér taka fimmtán prósent drengja á aldrinum 10-15 ára rítalín sem er allt of há tala. Í Noregi er það fimm prósent og þeir hafa miklar áhyggjur af því. Þá er eitthvað að hjá okkur sem þjóðfélag. Ég hef bent á að við verðum að breyta skólakerfinu og brjóta það meira upp. Hafa styttri tíma og meiri tíma þar sem þú getur hreyft þig.“ Hermundur segir að það sé algjör þöggun í gangi varðandi þetta vandamál í samfélaginu. „Það er enginn að ræða þessi mál. Það er enginn að ræða um það hvort við séum að gera eitthvað sem ekki passar í íslensku skólakerfi. Maður mætir mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna.“
Skóla - og menntamál Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira