Bæta við pólsku í svörun hjálparsímans 1717 Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. september 2020 13:39 Hjálmar Karlsson er ráðgjafi hjá hjálparsímanum 1717. Skjáskot/Getty Þrátt fyrir að Pólverjar séu langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi hefur skort nauðsynlegar upplýsingar á pólsku að sögn ráðgjafa hjá Rauða krossinum. Félagsleg staða margra hafi versnað síðustu mánuði og því hafi verið ákveðið að bæta við pólsku í svörun hjálparsímans 1717. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og eru tæplega 20 þúsund talsins. Stór hluti þeirra hefur starfað í þjónustustörfum tengdum ferðaþjónustu og hefur því misst vinnu sína síðustu mánuði. Hjálmar Karlsson er ráðgjafi hjá hjálparsímanum 1717. og segir þau hafa fallið milli skips og bryggju. „Upplýsingar á pólsku eru ekkert sérstaklega miklar eða góðar á ýmsum heimasíðum þar sem við leitum okkur að úrræði og þess vegar erum við að fara af stað með þessa pólsku svörun bæði í hjálparsímanum 1717 og á netspjallinu til að mæta þessum hópi og þess vegna er okkur bæði ljúft og skylt að verða við þessu.“ Þjónustan verður í boði á fimmtudögum frá 20 til 23 á kvöldin. „Við höfum fundið fyrir því að tilfellin eru að aukast hjá okkur og það hefur ekki bara verið hjá Pólverjum heldur heilt yfir, og við finnum mælanlega aukningu í mars og apríl – og svo hefur það komið yfir sumarið – í ýmsum atriðum, það er atvinnumissir, vanræksla, heimilisofbeldi, þunglyndishugsanir, kvíði, sjálfsvígshugsanir. Þannig að það er einhvern veginn allt á uppleið og við þurfum að mæta þessari eftirspurn og við gerum það á þennan hátt,“ segir Hjálmar. Félagsmál Félagasamtök Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Pólverjar séu langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi hefur skort nauðsynlegar upplýsingar á pólsku að sögn ráðgjafa hjá Rauða krossinum. Félagsleg staða margra hafi versnað síðustu mánuði og því hafi verið ákveðið að bæta við pólsku í svörun hjálparsímans 1717. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og eru tæplega 20 þúsund talsins. Stór hluti þeirra hefur starfað í þjónustustörfum tengdum ferðaþjónustu og hefur því misst vinnu sína síðustu mánuði. Hjálmar Karlsson er ráðgjafi hjá hjálparsímanum 1717. og segir þau hafa fallið milli skips og bryggju. „Upplýsingar á pólsku eru ekkert sérstaklega miklar eða góðar á ýmsum heimasíðum þar sem við leitum okkur að úrræði og þess vegar erum við að fara af stað með þessa pólsku svörun bæði í hjálparsímanum 1717 og á netspjallinu til að mæta þessum hópi og þess vegna er okkur bæði ljúft og skylt að verða við þessu.“ Þjónustan verður í boði á fimmtudögum frá 20 til 23 á kvöldin. „Við höfum fundið fyrir því að tilfellin eru að aukast hjá okkur og það hefur ekki bara verið hjá Pólverjum heldur heilt yfir, og við finnum mælanlega aukningu í mars og apríl – og svo hefur það komið yfir sumarið – í ýmsum atriðum, það er atvinnumissir, vanræksla, heimilisofbeldi, þunglyndishugsanir, kvíði, sjálfsvígshugsanir. Þannig að það er einhvern veginn allt á uppleið og við þurfum að mæta þessari eftirspurn og við gerum það á þennan hátt,“ segir Hjálmar.
Félagsmál Félagasamtök Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira