Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:19 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út sem er í gildi núna. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira