Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma mál hans í Landsrétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:56 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, telur einn dómara við Landsrétt vanhæfan vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi. Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Telur Vilhjálmur Arnfríði vanhæfa til þess að dæma í málunum vegna persónulegrar afstöðu dómarans í sinn garð. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl en þær voru dæmdar í héraði til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá í svokölluðu Hlíðamáli haustið 2015. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var úthlutað til dómara í sumar. Um miðjan júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði einn þriggja dómara málsins en áður hafði verið tilkynnt um tvo þeirra. Arnfríður var skipuð dómari við Landsrétt í annað sinn í byrjun júlí. Að því er segir í Fréttablaðinu er í kröfu Vilhjálms vísað til Landsréttarmálsins en Vilhjálmur er lögmaður Guðmundar Andra Ástráðssonar, stefnanda í málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds því skipun hennar uppfyllti ekki skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól. Eftir að dómur MDE var kveðinn upp tók Arnfríður ekki þátt í dómstörfum við Landsrétt en sótti svo um lausa stöðu við réttinn fyrr á þessu ári þótt hún ætti þá þegar sæti í réttinum. Í aðdraganda nýrrar skipunar hennar þann 1. júlí var henni veitt lausn frá embætti og svo var hún skipuð aftur. Í kröfum Vilhjálms til Landsréttar segir meðal annars, samkvæmt frétt Fréttablaðsins: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“ Af þessu leiði að Arnfríður sé vanhæf til að dæma í fyrrnefndum málum enda eigi stefnendur skýlausan og ótvíræðan rétt á því að mál þeirra fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. Málflutningur um kröfuna fer fram þann 28. september næstkomandi.
Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Arnfríður skipuð í embætti landsréttardómara Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum. 16. júní 2020 18:49
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00