Heimila flutning Navalny til Þýskalands Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:37 Hópur þýskra lækna fór til Omsk-borgar og þrýsti á að Alexander Navalny yrði fluttur til Þýskalands í meðferð. AP/Evgeniy Sofiychuk Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands að sögn fréttastofu AP. Þar mun hann undirgangast frekari meðferð eftir að hafa fallið í dá á dögunum. Hópur þýskra lækna ferðaðist með sjúkraflugi til Rússlands í gær með það fyrir augum að flytja Navalny undir þýskar læknishendur. Rússneskir starfsbræður þeirra mótmæltu því í fyrstu en nú, um sólarhring síðar, hafa þeir ákveðið að verða við beiðni þeirra þýsku. Navalny, sem er einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var fluttur á gjörgæsludeild í borginni Omsk í gær. Hann missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu og telja stuðningsmenn hans að rússnesk stjórnvöld hafi byrlað honum eitur. Að sama skapi eru þeir fullvissir um að ríkisstjórn Pútíns hafi staðið í vegi fyrir flutning Navalny til Þýskalands. Rússnesku læknanir sögðu að ástand hans væri ekki nógu stöðugt til að heimila flutninginn, að sama skapi sögðust þeir ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins segja hins vegar að rússnesk stjórnvöld hafi krafist þess að flutningurinn yrði dreginn á langinn svo að leifar eitursins myndu ekki finnast í blóðinu við rannsóknir í Þýskalandi. Navalny er enn meðvitundarlaus og er ekki gert ráð fyrir því að hann verði kominn til meðvitundar fyrir flugið til Þýskalands á morgun. Forsvarsmenn Evrópusambandsins höfðu kallað eftir því að flutningur Navalny yrði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð gaumgæfilega. Þá höfðu þýskir embættismenn einnig verið í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands að sögn fréttastofu AP. Þar mun hann undirgangast frekari meðferð eftir að hafa fallið í dá á dögunum. Hópur þýskra lækna ferðaðist með sjúkraflugi til Rússlands í gær með það fyrir augum að flytja Navalny undir þýskar læknishendur. Rússneskir starfsbræður þeirra mótmæltu því í fyrstu en nú, um sólarhring síðar, hafa þeir ákveðið að verða við beiðni þeirra þýsku. Navalny, sem er einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var fluttur á gjörgæsludeild í borginni Omsk í gær. Hann missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu og telja stuðningsmenn hans að rússnesk stjórnvöld hafi byrlað honum eitur. Að sama skapi eru þeir fullvissir um að ríkisstjórn Pútíns hafi staðið í vegi fyrir flutning Navalny til Þýskalands. Rússnesku læknanir sögðu að ástand hans væri ekki nógu stöðugt til að heimila flutninginn, að sama skapi sögðust þeir ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins segja hins vegar að rússnesk stjórnvöld hafi krafist þess að flutningurinn yrði dreginn á langinn svo að leifar eitursins myndu ekki finnast í blóðinu við rannsóknir í Þýskalandi. Navalny er enn meðvitundarlaus og er ekki gert ráð fyrir því að hann verði kominn til meðvitundar fyrir flugið til Þýskalands á morgun. Forsvarsmenn Evrópusambandsins höfðu kallað eftir því að flutningur Navalny yrði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð gaumgæfilega. Þá höfðu þýskir embættismenn einnig verið í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24