Sér ekki fram á tilslakanir í ljósi stöðunnar Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 15:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17