Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi – tækifæri og áskoranir í atvinnumálum Jódís Skúladóttir skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Vinstri græn Jódís Skúladóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun