Margslungið veður í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 07:11 Á vindakorti Veðurstofunnar sést að veðrið verður verst núna í morgunsárið á Vestfjörðum þar sem er appelsínugul veðurviðvörun í gildi. Það er margslungið veður í kortunum þessa dagana, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Versta veðurútlitið er á norðvestanverðu landinu þar sem spáð er norðaustan stormi eða roki með snjókomu í dag og á morgun þótt gera megi ráð fyrir að það dúri um tíma í dag. Norðan- og austanlands er austan hvassviðri í fyrstu og fylgir því talsverð úrkoma fyrir austan en sunnanlands hefur vindur snúist í hægari suðlæga átt með skúrum eða éljum. Vindur snýst einnig til suðlægrar áttar norðan- og austanlands í dag og þá styttir upp á þeim slóðum. „Bætir í vind með éljagangi norðaustanlands eftir hádegi á morgun, en fer veðrið að ganga niður annað kvöld. Þegar líður á miðvikudag ætti því að vera orðið skaplegt veður á landinu. Fimmtudagur lítur vel út og gott að nýta hann vel til útivistar því næsta lægðakerfi nálgast úr suðvestri og má búast við miklum umhleypingum um næstu helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Rétt er að vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun sem tók gildi á Vestfjörðum í nótt og er hún í gildi til klukkan 13 í dag. Um norðaustan stórhríð er að ræða: Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, en talsverð slydda eða rigning suðaustan og austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri á Vestfjörðum. Norðaustan stormur eða rok og aukin ofankoma um landið norðvestantil í kvöld.Suðlæg eða breytileg átt 5-13 í öðrum landshlutum og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti að 5 stigum sunnanlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur um landið norðanvert eftir hádegi á morgun, en hægari breytileg átt og dálítil él sunnantil og kólnar lítið eitt.Á þriðjudag:Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.Á miðvikudag:Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Það er margslungið veður í kortunum þessa dagana, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Versta veðurútlitið er á norðvestanverðu landinu þar sem spáð er norðaustan stormi eða roki með snjókomu í dag og á morgun þótt gera megi ráð fyrir að það dúri um tíma í dag. Norðan- og austanlands er austan hvassviðri í fyrstu og fylgir því talsverð úrkoma fyrir austan en sunnanlands hefur vindur snúist í hægari suðlæga átt með skúrum eða éljum. Vindur snýst einnig til suðlægrar áttar norðan- og austanlands í dag og þá styttir upp á þeim slóðum. „Bætir í vind með éljagangi norðaustanlands eftir hádegi á morgun, en fer veðrið að ganga niður annað kvöld. Þegar líður á miðvikudag ætti því að vera orðið skaplegt veður á landinu. Fimmtudagur lítur vel út og gott að nýta hann vel til útivistar því næsta lægðakerfi nálgast úr suðvestri og má búast við miklum umhleypingum um næstu helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Rétt er að vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun sem tók gildi á Vestfjörðum í nótt og er hún í gildi til klukkan 13 í dag. Um norðaustan stórhríð er að ræða: Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, en talsverð slydda eða rigning suðaustan og austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri á Vestfjörðum. Norðaustan stormur eða rok og aukin ofankoma um landið norðvestantil í kvöld.Suðlæg eða breytileg átt 5-13 í öðrum landshlutum og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti að 5 stigum sunnanlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur um landið norðanvert eftir hádegi á morgun, en hægari breytileg átt og dálítil él sunnantil og kólnar lítið eitt.Á þriðjudag:Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.Á miðvikudag:Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira