Af hverju er leyft að veiða dýr í hættu? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. ágúst 2020 09:00 Sem þingmaður tala ég ekki eingöngu um verðbólgu og vexti. Ég tala einnig um dýr, og ekki síst um dýravernd. Ég hef látið mig varða velferð villikatta, upplýst þjóðina um blóðmerahald hrossa og vakið athygli á umfangsmiklum veiðum á eina raunverulega landnema Íslands, íslenska refnum en um 6-7.000 refir eru drepnir árlega. Núverandi ríkisstjórn er ein af þeim fáum í heiminum sem leyfa veiðar á næststærsta dýri jarðar en langreyður er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. Þessi sömu stjórnvöld eru að skoða hvort heimila eigi veiðar á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi enda hefur honum fækkað um 80%. 15 fuglategundir eru bæði á válista og á veiðilistum Í vikunni barst mér svar frá umhverfisráðherra við skriflegri fyrirspurn minni um veiðar á fuglum á „válistum“. Þar kemur fram að umhverfisráðherra leyfir veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válista yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu. Þar með talið á krummanum sem hefur fækkað mikið en um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó drepa hrafn allt árið sem verður að teljast mjög gagnrýnisvert í ljósi þess að hann er á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en samt voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Af hverju finnst þessum stjórnvöldum eðlilegt að heimila veiðar á dýrum á válistum? Hvar er hið græna og sjálfbæra í því? Umhverfisvernd á ekki aðeins að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Sem þingmaður tala ég ekki eingöngu um verðbólgu og vexti. Ég tala einnig um dýr, og ekki síst um dýravernd. Ég hef látið mig varða velferð villikatta, upplýst þjóðina um blóðmerahald hrossa og vakið athygli á umfangsmiklum veiðum á eina raunverulega landnema Íslands, íslenska refnum en um 6-7.000 refir eru drepnir árlega. Núverandi ríkisstjórn er ein af þeim fáum í heiminum sem leyfa veiðar á næststærsta dýri jarðar en langreyður er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. Þessi sömu stjórnvöld eru að skoða hvort heimila eigi veiðar á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi enda hefur honum fækkað um 80%. 15 fuglategundir eru bæði á válista og á veiðilistum Í vikunni barst mér svar frá umhverfisráðherra við skriflegri fyrirspurn minni um veiðar á fuglum á „válistum“. Þar kemur fram að umhverfisráðherra leyfir veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válista yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu. Þar með talið á krummanum sem hefur fækkað mikið en um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó drepa hrafn allt árið sem verður að teljast mjög gagnrýnisvert í ljósi þess að hann er á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en samt voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Af hverju finnst þessum stjórnvöldum eðlilegt að heimila veiðar á dýrum á válistum? Hvar er hið græna og sjálfbæra í því? Umhverfisvernd á ekki aðeins að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar