Kexruglaðar fullyrðingar um tap Reykjavíkurborgar af ferðamönnum Þórir Garðarsson skrifar 2. mars 2020 10:00 „Minnisblað um ábata Reykjavíkurborgar af ferðaþjónustu“ sem lagt var fyrir borgarráð í síðustu viku er svo fullt af vitleysu og rangfærslum að ekki stendur steinn yfir steini. Þeim embættismönnum borgarinnar sem gerðu þessa ábatagreiningu væri sæmst að draga hana snarlega til baka og fá einhvern annan til verksins. Að öðrum kosti gera þeir sig seka um að gefa borgarfulltrúum og öllum almenningi kolranga mynd af því hver ábati borgarinnar af ferðamönnum er í raun og veru. Samkvæmt ábatagreiningunni tapar Reykjavíkurborg yfir 8 milljörðum króna á ári á „ferðaþjónustunni.“ Beinar og óbeinar tekjur af ferðaþjónustu eru taldar 10,4 milljarðar króna. Þar af er 1,8 milljarður sagður beinar tekjur en útsvar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu 8,6 milljarðar króna. Beinn og óbeinn kostnaður er reiknaður 18,7 milljarðar króna. Þar vegur þyngst „nettó útgjöld borgarinnar vegna lögskyldrar þjónustu við starfsmenn í ferðaþjónustu“, en þau eru sögð nema 15 milljörðum króna. Niðurstaðan er 8,3 milljarða króna halli. Yfirgengilega vitlaust Þetta er yfirgengilega vitlaust. Embættismennirnir láta eins og borgin hafi engar tekjur af ferðamönnum öðru vísi en í gegnum starfsfólk í ferðaþjónustu sem býr í Reykjavík. Þeir sleppa að geta allra hinna fyrirtækjanna og einstaklinganna sem hafa tekjur af ferðamönnum með sölu á vörum og þjónustu til ferðaþjónustufyrirtækjanna og skila að sjálfsögðu útsvari og fasteignagjöldum. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum nema yfir 500 milljörðum króna árlega. Flestir þeirra koma til Reykjavíkur og dvelja þar lengur eða skemur. Ekki má heldur gleyma innlendu ferðamönnunum. Hvernig í ósköpunum geta embættismenn fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar komist að þeirri niðurstöðu að borgin hafi aðeins 10,4 milljarða króna í tekjur af þessum heimsóknum? Trúir því einhver að borgarsjóður fái aðeins 2% af gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum? Horft framhjá mestu tekjunum Halda mætti að ábatagreining borgarstarfsmanna hafi verið gerð í gluggalausu og myrkvuðu herbergi. Algjörlega er horft framhjá því að peningarnir sem ferðamenn skilja eftir rata miklu víðar en bara í launagreiðslur til starfsmanna í ferðaþjónustunni. Kaupa þarf matvæli, drykkjarföng, þrif, bókhaldsþjónustu, auglýsingar, prentun, akstur, húsgögn, viðhald, afþreyingu, eldsneyti, borga af lánum og þar fram eftir götunum. Ella væri fátt hægt að gera fyrir ferðamennina. Fólkið og fyrirtækin sem þjónusta ferðaþjónustuna skila Reykjavíkurborg útsvari og fasteignagjöldum ekkert síður en þeir sem sinna beinum samskiptum við ferðamenn. Fyrirtækin borga fasteignagjöld. Án ferðamanna hefði borgin ekki þessar tekjur. Fullyrða má að 80% af því sem ferðamenn borga í Reykjavík sé vegna vörukaupa og þjónustu sem fellur utan við það sem kallað er „einkennandi greinar ferðaþjónustu“. Þeir sem veita þessa þjónustu borga ekkert síður útsvar og fasteignagjöld en starfsfólk í ferðaþjónustu – að ekki sé talað um aðgangseyri í sundlaugar og söfn. Þá má ekki gleyma að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta, sem aftur hefur stóraukið tekjur hennar af fasteignagjöldum Tekjur borgarinnar af ferðamönnum eru því vægast sagt vantaldar um tugi milljarða króna í hinni furðulegu ábatagreiningu. Skýrsla Deloitte gefur réttari mynd Deloitte greindi opinberar tekjur og gjöldum vegna ferðamanna á árinu 2015 fyrir Stjórnstöð ferðamála. Niðurstaðan sýndi að varlega áætlað voru nettótekjur sveitarfélaga af ferðamönnum þetta ár 11 milljarðar króna. Frá 2015 fóru tekjur af ferðamönnum árlega hækkandi. Stýrihópur ýmissa hagsmunaaðila aðstoðaði við gagnaöflun og rýndi í aðferðafræði Deloitte. Þar á meðal voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ástæða væri til að uppfæra skýrslu Deloitte til að gefa rétta mynd af því sem um ræðir. Ferðaþjónustan töluð niður En ekki aðeins hafa embættismennirnir reynt að villa um fyrir borgarfulltrúum og almenningi með talnaspeki sinni. Í minnisblaðinu er ferðaþjónustan töluð niður án þess að nokkur innistæða sé fyrir því. Þar segir m.a. um atvinnugreinina: „Hún er þekkt fyrir að bjóða upp á fremur illa launuð störf og sveiflukennda eftirspurn efir vinnuafli.“ Þetta er fjarri sanni. Árstíðasveifla ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu er tiltölulega lítil. Laun eru sambærileg við aðrar atvinnugreinar og örugglega ekki lægri en hjá Reykjavíkurborg. Meirihluti starfsmanna í ferðaþjónustu er með framhaldsmenntun. Í minnisblaðinu kemur fram undarlegur hroki gagnvart ferðaþjónustunni. Embættismennirnir segja þar: „Ef horft er hins vegar til lengri tíma hlýtur það að vera ákjósanlegra að byggja upp greinar í landinu sem nýta betur menntunarstig þjóðarinnar, bjóða upp á fleiri hálaunastörf, skila meiri skatttekjum í þjóðarbúið og hafa sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið.“ Með öðrum orðum, atvinnugreinin sem skilar meiri gjaldeyristekjum en sjávarútvegurinn og stóriðjan samanlagt þykir ekki nógu fín. Þá er að finna fullyrðingu í minnisblaðinu sem er varla umræðuhæf: „„Ferðaþjónustufyrirtæki færast oft með tímanum í eigu erlendra aðila sem leggja áherslu á að ráða til sín ódýrt erlent vinnuafl og flytja arðinn til landa með lága fjarmagnstekjuskatta.“ Ef embættismennirnir vita af fyrirtækjum sem ekki greiða laun samkvæmt kjarasamningum, þá ættu þeir að láta viðkomandi yfirvöld vita. Óútskýrður beinn kostnaður af ferðamönnum Í minnisblaðinu er mjög sérkennileg tafla um meintan beinan kostnað borgarinnar vegna ferðamanna. Á fjórum árum, 2015-2018, eru framlög og styrkir vegna ferðamanna sögð nema 1,8 milljörðum króna. Sama árabil er hlutdeild ferðamanna í útgjöldum vegna safna sögð 2,7 milljarðar króna og kostnaður vegna sundlaugaferða þeirra 3,0 milljarðar króna. Kostnaður Höfuðborgarstofu sagður 666 milljónir króna. Engar skýringar fylgja þessari töflu. Tekjur af sundlaugaheimsóknum ferðamanna á þessum sömu árum eru sagðar 1,2 milljarður króna. Aðgangseyrir að söfnum 790 milljónir króna. Samkvæmt þessu hefði borgin getað sparað sér 3,7 milljarða króna með því að banna ferðamönnum aðgang að sundlaugum og söfnum borgarinnar. Samt er borgin alltaf að auglýsa söfnin og sundlaugarnar fyrir ferðamönnum. Borga ferðamenn ekki einmitt hæsta gjaldið í sundlaugarnar, fyrir stakar ferðir? Hvers vegna hækkar borgin ekki aðgangseyrinn ef tapið er svona mikið? Ekki er heil brú í þessum tölum. Verið að blekkja borgarfulltrúa Minnisblaðið um ábatagreininguna var lögð fyrir borgarráð í síðustu viku og verður væntanlega kynnt í borgarstjórn. Helst má lesa tilganginn með þessari samsuðu að borgin vilji fá gistináttagjald af hótelum og gistihúsum, sem nú rennur í ríkissjóð. Svo virðist sem nota eigi fullyrðingar um stórtap af ferðamönnum til að hafa áhrif í þá veru. Hér sannast máltækið að tölur ljúga ekki, en það er hægt að ljúga með tölum. Verið er að blekkja borgarfulltrúa og allan almenning með ósvífnum hætti og gera lítið úr ferðaþjónustunni í leiðinni. Verið er að segja þeim þúsundum sem starfa við ferðaþjónustuna að þeir séu baggi á borginni, þó staðreyndin sé allt önnur. Þeir embættismenn sem bera ábyrgð á þessari hrákasmíð ættu að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line, fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og áheyrnarfulltrúi í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavikuborgar fh. ferðaþjónustunnar 2010-2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
„Minnisblað um ábata Reykjavíkurborgar af ferðaþjónustu“ sem lagt var fyrir borgarráð í síðustu viku er svo fullt af vitleysu og rangfærslum að ekki stendur steinn yfir steini. Þeim embættismönnum borgarinnar sem gerðu þessa ábatagreiningu væri sæmst að draga hana snarlega til baka og fá einhvern annan til verksins. Að öðrum kosti gera þeir sig seka um að gefa borgarfulltrúum og öllum almenningi kolranga mynd af því hver ábati borgarinnar af ferðamönnum er í raun og veru. Samkvæmt ábatagreiningunni tapar Reykjavíkurborg yfir 8 milljörðum króna á ári á „ferðaþjónustunni.“ Beinar og óbeinar tekjur af ferðaþjónustu eru taldar 10,4 milljarðar króna. Þar af er 1,8 milljarður sagður beinar tekjur en útsvar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu 8,6 milljarðar króna. Beinn og óbeinn kostnaður er reiknaður 18,7 milljarðar króna. Þar vegur þyngst „nettó útgjöld borgarinnar vegna lögskyldrar þjónustu við starfsmenn í ferðaþjónustu“, en þau eru sögð nema 15 milljörðum króna. Niðurstaðan er 8,3 milljarða króna halli. Yfirgengilega vitlaust Þetta er yfirgengilega vitlaust. Embættismennirnir láta eins og borgin hafi engar tekjur af ferðamönnum öðru vísi en í gegnum starfsfólk í ferðaþjónustu sem býr í Reykjavík. Þeir sleppa að geta allra hinna fyrirtækjanna og einstaklinganna sem hafa tekjur af ferðamönnum með sölu á vörum og þjónustu til ferðaþjónustufyrirtækjanna og skila að sjálfsögðu útsvari og fasteignagjöldum. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum nema yfir 500 milljörðum króna árlega. Flestir þeirra koma til Reykjavíkur og dvelja þar lengur eða skemur. Ekki má heldur gleyma innlendu ferðamönnunum. Hvernig í ósköpunum geta embættismenn fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar komist að þeirri niðurstöðu að borgin hafi aðeins 10,4 milljarða króna í tekjur af þessum heimsóknum? Trúir því einhver að borgarsjóður fái aðeins 2% af gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum? Horft framhjá mestu tekjunum Halda mætti að ábatagreining borgarstarfsmanna hafi verið gerð í gluggalausu og myrkvuðu herbergi. Algjörlega er horft framhjá því að peningarnir sem ferðamenn skilja eftir rata miklu víðar en bara í launagreiðslur til starfsmanna í ferðaþjónustunni. Kaupa þarf matvæli, drykkjarföng, þrif, bókhaldsþjónustu, auglýsingar, prentun, akstur, húsgögn, viðhald, afþreyingu, eldsneyti, borga af lánum og þar fram eftir götunum. Ella væri fátt hægt að gera fyrir ferðamennina. Fólkið og fyrirtækin sem þjónusta ferðaþjónustuna skila Reykjavíkurborg útsvari og fasteignagjöldum ekkert síður en þeir sem sinna beinum samskiptum við ferðamenn. Fyrirtækin borga fasteignagjöld. Án ferðamanna hefði borgin ekki þessar tekjur. Fullyrða má að 80% af því sem ferðamenn borga í Reykjavík sé vegna vörukaupa og þjónustu sem fellur utan við það sem kallað er „einkennandi greinar ferðaþjónustu“. Þeir sem veita þessa þjónustu borga ekkert síður útsvar og fasteignagjöld en starfsfólk í ferðaþjónustu – að ekki sé talað um aðgangseyri í sundlaugar og söfn. Þá má ekki gleyma að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta, sem aftur hefur stóraukið tekjur hennar af fasteignagjöldum Tekjur borgarinnar af ferðamönnum eru því vægast sagt vantaldar um tugi milljarða króna í hinni furðulegu ábatagreiningu. Skýrsla Deloitte gefur réttari mynd Deloitte greindi opinberar tekjur og gjöldum vegna ferðamanna á árinu 2015 fyrir Stjórnstöð ferðamála. Niðurstaðan sýndi að varlega áætlað voru nettótekjur sveitarfélaga af ferðamönnum þetta ár 11 milljarðar króna. Frá 2015 fóru tekjur af ferðamönnum árlega hækkandi. Stýrihópur ýmissa hagsmunaaðila aðstoðaði við gagnaöflun og rýndi í aðferðafræði Deloitte. Þar á meðal voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ástæða væri til að uppfæra skýrslu Deloitte til að gefa rétta mynd af því sem um ræðir. Ferðaþjónustan töluð niður En ekki aðeins hafa embættismennirnir reynt að villa um fyrir borgarfulltrúum og almenningi með talnaspeki sinni. Í minnisblaðinu er ferðaþjónustan töluð niður án þess að nokkur innistæða sé fyrir því. Þar segir m.a. um atvinnugreinina: „Hún er þekkt fyrir að bjóða upp á fremur illa launuð störf og sveiflukennda eftirspurn efir vinnuafli.“ Þetta er fjarri sanni. Árstíðasveifla ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu er tiltölulega lítil. Laun eru sambærileg við aðrar atvinnugreinar og örugglega ekki lægri en hjá Reykjavíkurborg. Meirihluti starfsmanna í ferðaþjónustu er með framhaldsmenntun. Í minnisblaðinu kemur fram undarlegur hroki gagnvart ferðaþjónustunni. Embættismennirnir segja þar: „Ef horft er hins vegar til lengri tíma hlýtur það að vera ákjósanlegra að byggja upp greinar í landinu sem nýta betur menntunarstig þjóðarinnar, bjóða upp á fleiri hálaunastörf, skila meiri skatttekjum í þjóðarbúið og hafa sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið.“ Með öðrum orðum, atvinnugreinin sem skilar meiri gjaldeyristekjum en sjávarútvegurinn og stóriðjan samanlagt þykir ekki nógu fín. Þá er að finna fullyrðingu í minnisblaðinu sem er varla umræðuhæf: „„Ferðaþjónustufyrirtæki færast oft með tímanum í eigu erlendra aðila sem leggja áherslu á að ráða til sín ódýrt erlent vinnuafl og flytja arðinn til landa með lága fjarmagnstekjuskatta.“ Ef embættismennirnir vita af fyrirtækjum sem ekki greiða laun samkvæmt kjarasamningum, þá ættu þeir að láta viðkomandi yfirvöld vita. Óútskýrður beinn kostnaður af ferðamönnum Í minnisblaðinu er mjög sérkennileg tafla um meintan beinan kostnað borgarinnar vegna ferðamanna. Á fjórum árum, 2015-2018, eru framlög og styrkir vegna ferðamanna sögð nema 1,8 milljörðum króna. Sama árabil er hlutdeild ferðamanna í útgjöldum vegna safna sögð 2,7 milljarðar króna og kostnaður vegna sundlaugaferða þeirra 3,0 milljarðar króna. Kostnaður Höfuðborgarstofu sagður 666 milljónir króna. Engar skýringar fylgja þessari töflu. Tekjur af sundlaugaheimsóknum ferðamanna á þessum sömu árum eru sagðar 1,2 milljarður króna. Aðgangseyrir að söfnum 790 milljónir króna. Samkvæmt þessu hefði borgin getað sparað sér 3,7 milljarða króna með því að banna ferðamönnum aðgang að sundlaugum og söfnum borgarinnar. Samt er borgin alltaf að auglýsa söfnin og sundlaugarnar fyrir ferðamönnum. Borga ferðamenn ekki einmitt hæsta gjaldið í sundlaugarnar, fyrir stakar ferðir? Hvers vegna hækkar borgin ekki aðgangseyrinn ef tapið er svona mikið? Ekki er heil brú í þessum tölum. Verið að blekkja borgarfulltrúa Minnisblaðið um ábatagreininguna var lögð fyrir borgarráð í síðustu viku og verður væntanlega kynnt í borgarstjórn. Helst má lesa tilganginn með þessari samsuðu að borgin vilji fá gistináttagjald af hótelum og gistihúsum, sem nú rennur í ríkissjóð. Svo virðist sem nota eigi fullyrðingar um stórtap af ferðamönnum til að hafa áhrif í þá veru. Hér sannast máltækið að tölur ljúga ekki, en það er hægt að ljúga með tölum. Verið er að blekkja borgarfulltrúa og allan almenning með ósvífnum hætti og gera lítið úr ferðaþjónustunni í leiðinni. Verið er að segja þeim þúsundum sem starfa við ferðaþjónustuna að þeir séu baggi á borginni, þó staðreyndin sé allt önnur. Þeir embættismenn sem bera ábyrgð á þessari hrákasmíð ættu að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line, fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og áheyrnarfulltrúi í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavikuborgar fh. ferðaþjónustunnar 2010-2018.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun