Veruleikinn kallar á breyttar leikreglur Katrín Oddsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:00 Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar