Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2020 08:00 Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun