Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar 25. júlí 2025 08:01 Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun