Taktleysi að bjóða ekki fulltrúum ferðaþjónustunnar á samráðsfund Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:06 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki boðið fulltrúum atvinnugreinarinnar á samráðsfund stjórnvalda vegna áframhaldandi aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins sem fór fram í morgun. „Mér hefði kannski þótt eðlilegt miðað við hvernig til fundarins er boðað, markmiðið og uppleggið, að fulltrúar rekstraraðila í atvinnugreininni sem hefur orðið harðast úti, að leitast væri eftir að fá þeirra rödd inn í þessar pælingar varðandi framhaldið, hvernig við ætlum að lifa með þessu og hver áhrifin eru,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir augljóst af fundarboðinu að á fundinum hafi áhrifum á samfélagið, þar með talið atvinnulífið verið velt upp. Það skjóti skökku við að fulltrúum atvinnugreinarinnar sem hafi þurft að þola stærsta höggið af hálfu faraldursins hafi ekki verið boðið á fundinn. Taktleysi af stjórnvöldum að fá ekki bein sjónarmið atvinnugreinarinnar „Auðvitað eru þarna fulltrúar úr atvinnulífinu eins og frá Samtökum atvinnulífsins er fulltrúi og ferðamálastjóri er þarna sem hefur náttúrulega þekkingu á atvinnugreininni en Samtök ferðaþjónustunnar eru náttúrulega fulltrúar þessarar atvinnugreinar sem hafa á henni besta þekkingu,“ segir Jóhannes Þór. „Það hefur ítrekað komið fram á ýmsum vettvangi, bæði á opinberum og óopinberum undanfarna mánuði að það er ekki vanþörf á því að fá betri og skýrari þekkingu þeirra sem best þekkja til inn í það þegar stjórnkerfið er að velta því fyrir sér hvaða ákvarðanir eru skynsamlegastar.“ Hann segir að þó ekki sé hægt að gera ráð fyrir að hagsmunasamtök séu höfð „á kantinum“ við ákvarðanatöku stjórnvalda hafi það verið taktleysi að leitast ekki eftir að fá bein sjónarmið atvinnugreinarinnar inn á fundinn. „Mér þótti þetta töluvert taktleysi af stjórnvöldum sem eru nýbúin að loka atvinnugreininni að hafa ekki áhuga á að fá bein sjónarmið hennar og frá fulltrúum hennar inn í þessar vangaveltur í vinnustofunum á þessum viðburði.“ „Fyrirtæki eru að loka fyrr og segja upp fleira fólki“ Hann segir stöðu ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi grafalvarlega. Atvinnugreinin hafi í raun lokað eftir að nýjar reglur á landamærum tóku gildi. „Það sést bara á því að í gær áttu 3000 farþegar að koma til landsins en tvö þúsund þeirra hættu við, fóru ekki upp í flugvélina. Það í rauninni staðfestir það sem ég er búinn að vera að segja frá því á föstudaginn að þessi tilhögun sóttvarnaaðgerða á landamærunum, hún í raun kemur í veg fyrir það að ferðamenn hafi áhuga á því að ferðast til Íslands,“ segir Jóhannes Þór. Fyrirtæki sem hafi séð fram á að halda uppi starfsemi fram á haustið og jafnvel þar til í vetur geti ekki gert það með núverandi fyrirkomulagi. Mörg fyrirtæki þurfi nú að segja upp lykilstarfsmönnum vegna þess að nú sjái fólk ekki fram á að nokkur þjónusta verði í boði frá og með deginum í gær. Mörg hótel úti á landsbyggðinni muni þurfa að loka mun fyrr en áætlað var. „Þau verða sum hver lokuð strax eftir næstu helgi og önnur frá 1. september, önnur 1. október.“ „Þetta er að hafa þau áhrif að fyrirtæki eru að loka fyrr, segja upp fleira fólki heldur en annars hefði orðið. Þetta þýðir einfaldlega það að það eru meiri líkur á því að fyrirtæki lendi í enn meiri fjárhagskröggum, verði gjaldþrota. Við höfum þar með veikari atvinnugrein að vori þegar við vonumst til að komast í gang aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki boðið fulltrúum atvinnugreinarinnar á samráðsfund stjórnvalda vegna áframhaldandi aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins sem fór fram í morgun. „Mér hefði kannski þótt eðlilegt miðað við hvernig til fundarins er boðað, markmiðið og uppleggið, að fulltrúar rekstraraðila í atvinnugreininni sem hefur orðið harðast úti, að leitast væri eftir að fá þeirra rödd inn í þessar pælingar varðandi framhaldið, hvernig við ætlum að lifa með þessu og hver áhrifin eru,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir augljóst af fundarboðinu að á fundinum hafi áhrifum á samfélagið, þar með talið atvinnulífið verið velt upp. Það skjóti skökku við að fulltrúum atvinnugreinarinnar sem hafi þurft að þola stærsta höggið af hálfu faraldursins hafi ekki verið boðið á fundinn. Taktleysi af stjórnvöldum að fá ekki bein sjónarmið atvinnugreinarinnar „Auðvitað eru þarna fulltrúar úr atvinnulífinu eins og frá Samtökum atvinnulífsins er fulltrúi og ferðamálastjóri er þarna sem hefur náttúrulega þekkingu á atvinnugreininni en Samtök ferðaþjónustunnar eru náttúrulega fulltrúar þessarar atvinnugreinar sem hafa á henni besta þekkingu,“ segir Jóhannes Þór. „Það hefur ítrekað komið fram á ýmsum vettvangi, bæði á opinberum og óopinberum undanfarna mánuði að það er ekki vanþörf á því að fá betri og skýrari þekkingu þeirra sem best þekkja til inn í það þegar stjórnkerfið er að velta því fyrir sér hvaða ákvarðanir eru skynsamlegastar.“ Hann segir að þó ekki sé hægt að gera ráð fyrir að hagsmunasamtök séu höfð „á kantinum“ við ákvarðanatöku stjórnvalda hafi það verið taktleysi að leitast ekki eftir að fá bein sjónarmið atvinnugreinarinnar inn á fundinn. „Mér þótti þetta töluvert taktleysi af stjórnvöldum sem eru nýbúin að loka atvinnugreininni að hafa ekki áhuga á að fá bein sjónarmið hennar og frá fulltrúum hennar inn í þessar vangaveltur í vinnustofunum á þessum viðburði.“ „Fyrirtæki eru að loka fyrr og segja upp fleira fólki“ Hann segir stöðu ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi grafalvarlega. Atvinnugreinin hafi í raun lokað eftir að nýjar reglur á landamærum tóku gildi. „Það sést bara á því að í gær áttu 3000 farþegar að koma til landsins en tvö þúsund þeirra hættu við, fóru ekki upp í flugvélina. Það í rauninni staðfestir það sem ég er búinn að vera að segja frá því á föstudaginn að þessi tilhögun sóttvarnaaðgerða á landamærunum, hún í raun kemur í veg fyrir það að ferðamenn hafi áhuga á því að ferðast til Íslands,“ segir Jóhannes Þór. Fyrirtæki sem hafi séð fram á að halda uppi starfsemi fram á haustið og jafnvel þar til í vetur geti ekki gert það með núverandi fyrirkomulagi. Mörg fyrirtæki þurfi nú að segja upp lykilstarfsmönnum vegna þess að nú sjái fólk ekki fram á að nokkur þjónusta verði í boði frá og með deginum í gær. Mörg hótel úti á landsbyggðinni muni þurfa að loka mun fyrr en áætlað var. „Þau verða sum hver lokuð strax eftir næstu helgi og önnur frá 1. september, önnur 1. október.“ „Þetta er að hafa þau áhrif að fyrirtæki eru að loka fyrr, segja upp fleira fólki heldur en annars hefði orðið. Þetta þýðir einfaldlega það að það eru meiri líkur á því að fyrirtæki lendi í enn meiri fjárhagskröggum, verði gjaldþrota. Við höfum þar með veikari atvinnugrein að vori þegar við vonumst til að komast í gang aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira
Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29
Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. 17. ágúst 2020 12:00