Bretar og Bandaríkjamenn saka Rússa um stórfelldar netárásir á Georgíu Eiður Þór Árnason skrifar 20. febrúar 2020 20:00 Höfuðstöðvar GRU í Moskvu. Getty/ZAVRAZHIN Bresk stjórnvöld saka leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) um að hafa staðið að baki stórfelldum netárásum á Georgíu í fyrra. Árásirnar eru sagðar hafa orðið til þess að yfir tvö þúsund vefsíður urðu óaðgengilegar þar í landi. Bandarísk og georgísk stjórnvöld taka undir niðurstöður Breta en rússneska utanríkisráðuneytið neitar ásökununum. Bretar fullyrða að um hafi verið að ræða „tilraun til þess að grafa undan fullveldi Georgíu.“ Breska netöryggisstofnunin (NCSC) sem hefur rannsakað árásina segist geta sagt með „nær fullri vissu“ að leyniþjónusta rússneska hersins hafi staðið að baki umræddum árásum sem hafi meðal annars haft áhrif á vefsvæði georgíska ríkissjónvarpsins og fjölmargar vefsíður á vegum stjórnvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis fordæmt árásirnar: „Bandaríkin kalla eftir því að Rússland stöðvi framferði sitt í Georgíu sem og annars staðar.“ „Umfang þessarar árásar er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Alan Woodward, netöryggissérfræðingur við Háskólann í Surrey, þegar árásirnar áttu sér stað á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem georgísk yfirvöld saka Rússa um að standa fyrir netárásum þar í landi en það gerðist einnig árið 2008 á meðan átök voru á milli ríkjanna. Rússar þvertóku einnig fyrir þær ásakanir. Bandaríkin Bretland Georgía Rússland Tölvuárásir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bresk stjórnvöld saka leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) um að hafa staðið að baki stórfelldum netárásum á Georgíu í fyrra. Árásirnar eru sagðar hafa orðið til þess að yfir tvö þúsund vefsíður urðu óaðgengilegar þar í landi. Bandarísk og georgísk stjórnvöld taka undir niðurstöður Breta en rússneska utanríkisráðuneytið neitar ásökununum. Bretar fullyrða að um hafi verið að ræða „tilraun til þess að grafa undan fullveldi Georgíu.“ Breska netöryggisstofnunin (NCSC) sem hefur rannsakað árásina segist geta sagt með „nær fullri vissu“ að leyniþjónusta rússneska hersins hafi staðið að baki umræddum árásum sem hafi meðal annars haft áhrif á vefsvæði georgíska ríkissjónvarpsins og fjölmargar vefsíður á vegum stjórnvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis fordæmt árásirnar: „Bandaríkin kalla eftir því að Rússland stöðvi framferði sitt í Georgíu sem og annars staðar.“ „Umfang þessarar árásar er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Alan Woodward, netöryggissérfræðingur við Háskólann í Surrey, þegar árásirnar áttu sér stað á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem georgísk yfirvöld saka Rússa um að standa fyrir netárásum þar í landi en það gerðist einnig árið 2008 á meðan átök voru á milli ríkjanna. Rússar þvertóku einnig fyrir þær ásakanir.
Bandaríkin Bretland Georgía Rússland Tölvuárásir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira