Verjum Elliðaárdalinn - skrifum undir Marta Guðjónsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 11:00 Nú ríður á að Reykvíkingar, jafnt í efri byggðum sem neðri, fylki sér saman, skrifi undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, og leggi þar með sitt á vogarskálarnar, gegn því að meirihluti borgarstjórnar leyfi dularfullum milljarðamæringum að breyta suðurmörkum Elliðaárdalsins í Disneyland fyrir túrista. Í Elliðaárdalnum eigum við Reykvíkingar okkar náttúruperlur, minjar og sögusöfn sem vitna um okkar eigin sögu og sérkenni. Risavöxnum alþjóðlegum túristatraksjónum með yfirbyggðum suðrænum pálmatrjám, börum og kaffistofum, yrði þar ofaukið með sína bílaumferð, bílastæði og ljósadýrð. Borgarstjórnarmeirihlutinn breytti skipulagsskilmálum syðst í Elliðaárdalnum í nóvember síðastliðnum til að heimila þar túristabyggingu að grunnfleti 4.500 fermetrar auk þess sem þar er gert ráð fyrir tveimur öðrum stórbyggingum og risa bílastæði. Á sama borgarstjórnarfundi hafnaði borgarstjórnarmeirihlutinn þeirri tillögu okkar í minnihlutanum um að Reykvíkingar fengju að kjósa um þessar framkvæmdir. Og þetta er því miður einungis byrjunin á aðförinni að „Græna treflinum“ sem nær frá Hljómskálagarðinum og upp í Heiðmörk. Í bígerð eru fleiri slíkar aðfarir með tilheyrandi stórbyggingjum, m.a. í Víðidalnum. Það er ekki að ástæðulausu að Umhverfisstofun ríkisins lagðist gegn þessum áformum, sem og formaður og stjórn Landverndar. Allir raunverulegir náttúruvermdarsinnar vilja vernda Elliðaárdalinn fyrir gróðabralli af þessum toga. Á skal að ósi stemma. Við skulum því skrifa undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins og gera þannig borgaryfirvöldum það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að við höfnum þessari aðför að Elliðaárdalnum og stöndum vörð um „græna trefla“ Reykjavíkur sem í raun eru lungu borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú ríður á að Reykvíkingar, jafnt í efri byggðum sem neðri, fylki sér saman, skrifi undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, og leggi þar með sitt á vogarskálarnar, gegn því að meirihluti borgarstjórnar leyfi dularfullum milljarðamæringum að breyta suðurmörkum Elliðaárdalsins í Disneyland fyrir túrista. Í Elliðaárdalnum eigum við Reykvíkingar okkar náttúruperlur, minjar og sögusöfn sem vitna um okkar eigin sögu og sérkenni. Risavöxnum alþjóðlegum túristatraksjónum með yfirbyggðum suðrænum pálmatrjám, börum og kaffistofum, yrði þar ofaukið með sína bílaumferð, bílastæði og ljósadýrð. Borgarstjórnarmeirihlutinn breytti skipulagsskilmálum syðst í Elliðaárdalnum í nóvember síðastliðnum til að heimila þar túristabyggingu að grunnfleti 4.500 fermetrar auk þess sem þar er gert ráð fyrir tveimur öðrum stórbyggingum og risa bílastæði. Á sama borgarstjórnarfundi hafnaði borgarstjórnarmeirihlutinn þeirri tillögu okkar í minnihlutanum um að Reykvíkingar fengju að kjósa um þessar framkvæmdir. Og þetta er því miður einungis byrjunin á aðförinni að „Græna treflinum“ sem nær frá Hljómskálagarðinum og upp í Heiðmörk. Í bígerð eru fleiri slíkar aðfarir með tilheyrandi stórbyggingjum, m.a. í Víðidalnum. Það er ekki að ástæðulausu að Umhverfisstofun ríkisins lagðist gegn þessum áformum, sem og formaður og stjórn Landverndar. Allir raunverulegir náttúruvermdarsinnar vilja vernda Elliðaárdalinn fyrir gróðabralli af þessum toga. Á skal að ósi stemma. Við skulum því skrifa undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins og gera þannig borgaryfirvöldum það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að við höfnum þessari aðför að Elliðaárdalnum og stöndum vörð um „græna trefla“ Reykjavíkur sem í raun eru lungu borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun