Gengur á með éljum í alla nótt og varað við ófærð Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 23:00 Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. Vísir/Vilhelm Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira