Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:46 Ýmsar athugasemdir voru gerðar við stjórnarhætti Sorpu í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Vísir/vilhelm Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin. Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin.
Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37
Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42