Hosni Mubarak látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:23 Hosni Mubarak varði sex árum í haldi lögreglu undir lok ævi sinnar. VÍSIR/AFP Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. Ýmsum sögum hafði farið af heilsufari hans; hann hefur verið sagður hafa fengið hjartaáfall, heilablóðfall og verið í dái um tíma, auk þess sem hann var fluttur á sjúkrahús árið 2013, en þá sætti hann stofufangelsi. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Fjölmenn mótmælendahreyfing krafðist afsagnar forsetans en mætti mikilli hörku öryggisveita. Mubarak var dæmdur sekur á neðra dómstigi um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Hann var að endingu sýknaður af þessum ákærum í Hæstarétti Egyptalands en Mubarak varði alls sex árum í haldi lögreglu. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli en saksóknarar fullyrtu að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara sem nota átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins. Mubarak lætur eftir sig eiginkonu sína Suzanne og fyrrnefnda syni, þá Gamal og Alaa. Andlát Egyptaland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. Ýmsum sögum hafði farið af heilsufari hans; hann hefur verið sagður hafa fengið hjartaáfall, heilablóðfall og verið í dái um tíma, auk þess sem hann var fluttur á sjúkrahús árið 2013, en þá sætti hann stofufangelsi. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Fjölmenn mótmælendahreyfing krafðist afsagnar forsetans en mætti mikilli hörku öryggisveita. Mubarak var dæmdur sekur á neðra dómstigi um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Hann var að endingu sýknaður af þessum ákærum í Hæstarétti Egyptalands en Mubarak varði alls sex árum í haldi lögreglu. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli en saksóknarar fullyrtu að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara sem nota átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins. Mubarak lætur eftir sig eiginkonu sína Suzanne og fyrrnefnda syni, þá Gamal og Alaa.
Andlát Egyptaland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira