Repúblikanar stungu af til að stöðva loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 11:22 Kate Brown ríkisstjóri fordæmdi repúblikana fyrir að sniðganga þingfund og koma þannig í veg fyrir að fundarfært væri. AP/Andrew Selsky Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25
Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent