Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:25 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/vilhelm Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Þá segir hann ljóst að bæjarstjórn hafi ekki verið að leita að stjórnanda heldur strengjabrúðu en viðurkennir að hann hefði ekki átt að missa stjórn á skapi sínu á bæjarstjórnarfundi í janúar. Þetta kemur fram í viðtali Mannlífs við Guðmund sem birtist í morgun. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur frá því í þessum mánuði að hann og fjölskylda hans hygðist flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Afarkostir sem hann myndi aldrei sætta sig við Guðmundur lýsir nú bæjarstjóratíð sinni og samskiptum við fólkið í Ísafjarðarbæ í samtali við Mannlíf. Þá ræðir hann sérstaklega samstarfið við bæjarstjórn Ísafjarðar, sem hann segir hafa verið erfitt. Þannig hafi honum verið settir afarkostir um samskipti sem hann myndi „aldrei sætta sig við, ekki í neinu starfi“. Honum hafi verið gert ljóst að hann ætti engar ákvarðanir að taka, ekki hringja símtöl eða fara á fundi nema með leyfi og samþykki meirihlutans, nánar tiltekið Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins hjá Ísafjarðarbæ og formanns bæjarráðs. „Ég sá þá að það var ekki verið að leita að stjórnanda, það var verið að leita að strengjabrúðu,“ segir Guðmundur í samtali við Mannlíf. Þá lýsir hann því að símtal frá Daníel, sem staddur var í Noregi, í desember síðastliðnum sitji mest í honum þegar hann horfir yfir bæjarstjóratíð sína. „Hann endaði símtalið á því að segja svona í framhjáhlaupi: „Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið.“ Ég man að mér fannst þetta furðulegt og taktlaust og skrýtið. Hver segir svona í gríni eða alvöru? Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í konuna mína og spyrja hana hvort ég brygðist of hart við. Hverju ertu mögulega að koma áleiðis? En eftir á að að hyggja skil ég samhengið,“ segir Guðmundur í samtali við Mannlíf. Frá Ísafirði þar sem nýr bæjarstjóri tók við fyrr í mánuðinum.vísir/egill Átakafundir í bæjarstjórn Guðmundur lýsir einnig bæjarstjórnarfundinum sem haldinn var hinn 17. janúar, þar sem kom til átaka milli hans og meirihlutans. Þá voru liðnir þrír dagar frá því að snjóflóðin féllu á Flateyri og Suðureyri. Guðmundur segir að gagnrýnin sem hann fékk á fundinum, um að ekki hefði verið gert nóg í kjölfar snjóflóðanna, hafi verið erfið. Þá gengst hann við því að hafa vissulega gert mistök á fundinum, fokið hafi í hann, hann skellt aftur tölvunni og rokið út. Þá lýsir Guðmundur meirihlutanum sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“, sem fær aldrei nóg og er aldrei ánægð. „Hún staldrar aldrei við og er södd, hún vill bara meira og meira að borða og svo vex hún og vex og vill meira og meira að borða og vex og vex … og það getur aldrei endað nema með ósköpum.“ Þetta hefði einnig verið upplifun hans þegar hann mætti á sáttafund 24. janúar, og hann kveðst hafa gert grein fyrir því á fundinum. Sömu helgi var tilkynnt um starfslok hans hjá bænum. Á fundinum hafi talsmenn meirihlutans jafnframt lýst yfir óánægju með Guðmund og störf hans. Þá hafi hann jafnframt fengið staðfest að enginn stóð með honum. Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var að endingu ráðinn bæjarstjóri og tók við af Guðmundi nú í janúar. Viðtal Mannlífs við Guðmund í heild. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 11. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Þá segir hann ljóst að bæjarstjórn hafi ekki verið að leita að stjórnanda heldur strengjabrúðu en viðurkennir að hann hefði ekki átt að missa stjórn á skapi sínu á bæjarstjórnarfundi í janúar. Þetta kemur fram í viðtali Mannlífs við Guðmund sem birtist í morgun. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur frá því í þessum mánuði að hann og fjölskylda hans hygðist flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Afarkostir sem hann myndi aldrei sætta sig við Guðmundur lýsir nú bæjarstjóratíð sinni og samskiptum við fólkið í Ísafjarðarbæ í samtali við Mannlíf. Þá ræðir hann sérstaklega samstarfið við bæjarstjórn Ísafjarðar, sem hann segir hafa verið erfitt. Þannig hafi honum verið settir afarkostir um samskipti sem hann myndi „aldrei sætta sig við, ekki í neinu starfi“. Honum hafi verið gert ljóst að hann ætti engar ákvarðanir að taka, ekki hringja símtöl eða fara á fundi nema með leyfi og samþykki meirihlutans, nánar tiltekið Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins hjá Ísafjarðarbæ og formanns bæjarráðs. „Ég sá þá að það var ekki verið að leita að stjórnanda, það var verið að leita að strengjabrúðu,“ segir Guðmundur í samtali við Mannlíf. Þá lýsir hann því að símtal frá Daníel, sem staddur var í Noregi, í desember síðastliðnum sitji mest í honum þegar hann horfir yfir bæjarstjóratíð sína. „Hann endaði símtalið á því að segja svona í framhjáhlaupi: „Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið.“ Ég man að mér fannst þetta furðulegt og taktlaust og skrýtið. Hver segir svona í gríni eða alvöru? Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í konuna mína og spyrja hana hvort ég brygðist of hart við. Hverju ertu mögulega að koma áleiðis? En eftir á að að hyggja skil ég samhengið,“ segir Guðmundur í samtali við Mannlíf. Frá Ísafirði þar sem nýr bæjarstjóri tók við fyrr í mánuðinum.vísir/egill Átakafundir í bæjarstjórn Guðmundur lýsir einnig bæjarstjórnarfundinum sem haldinn var hinn 17. janúar, þar sem kom til átaka milli hans og meirihlutans. Þá voru liðnir þrír dagar frá því að snjóflóðin féllu á Flateyri og Suðureyri. Guðmundur segir að gagnrýnin sem hann fékk á fundinum, um að ekki hefði verið gert nóg í kjölfar snjóflóðanna, hafi verið erfið. Þá gengst hann við því að hafa vissulega gert mistök á fundinum, fokið hafi í hann, hann skellt aftur tölvunni og rokið út. Þá lýsir Guðmundur meirihlutanum sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“, sem fær aldrei nóg og er aldrei ánægð. „Hún staldrar aldrei við og er södd, hún vill bara meira og meira að borða og svo vex hún og vex og vill meira og meira að borða og vex og vex … og það getur aldrei endað nema með ósköpum.“ Þetta hefði einnig verið upplifun hans þegar hann mætti á sáttafund 24. janúar, og hann kveðst hafa gert grein fyrir því á fundinum. Sömu helgi var tilkynnt um starfslok hans hjá bænum. Á fundinum hafi talsmenn meirihlutans jafnframt lýst yfir óánægju með Guðmund og störf hans. Þá hafi hann jafnframt fengið staðfest að enginn stóð með honum. Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var að endingu ráðinn bæjarstjóri og tók við af Guðmundi nú í janúar. Viðtal Mannlífs við Guðmund í heild.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 11. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00
„Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47
Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33
Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 11. febrúar 2020 13:04