Hættuspil hungurmarkanna Drífa Snædal skrifar 28. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli.Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér. Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm. Að beita verkfallsvopninu er krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk er hættuspil. Ekki einungis er það fullkomin vanvirðing heldur mun það leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða. Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum. Verkfallið er orðið langt og strangt og komið að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fer hins vegar enginn í verkfall að gamni sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan. Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli.Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér. Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm. Að beita verkfallsvopninu er krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk er hættuspil. Ekki einungis er það fullkomin vanvirðing heldur mun það leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða. Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum. Verkfallið er orðið langt og strangt og komið að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fer hins vegar enginn í verkfall að gamni sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan. Drífa
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar