Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 29. febrúar 2020 12:01 Hótelið sem um ræðir er Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Vísir/Frikki Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. Um er að ræða Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 18, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var til húsa um áratugaskeið. Þar eru um 70 herbergi. Gestum hótelsins var greint frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld hafi óskað þess að húsnæðið verði nýtt sem sóttkví fyrir fólk sem grunað er um að hafa smitast af kórónuveirunni.Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Lind á Rauðarárstíg, segir að gestir hótelsins hafi tekið skilaboðunum af miklu jafnaðargeði og að þeim hafi þegar verið komið fyrir á öðrum hótelum keðjunnar. Davíð Torfi segir að komi upp smit á meðal þeirra sem dvelja munu á hótelinu verði þeir sendir annað.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ákvörðunin um að nýta húsnæðið sé algjört varúðarúrræði.„Við viljum hafa ákveðna aðstöðu til þess að bregðast við mögulegri útbreiðslu kórónaveirusmits og erum þarna með aðstöðu þar sem hægt er hafa einstaklinga í sóttkví vegna gruns um smit.“Aðstaðan sé hugsuð fyrir fólk sem ekki getur verið í einangrun heima hjá sér.„Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, erlenda ríkisborgara og aðra sem ekki geta verið í einangrun á eigin heimili,“ sagði María.„Á þessu stigi er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða og við vitum ekki um neinn einstakling á þessu stigi sem þarf að nýta hana,“ segir María.Gengið er út frá því að húsnæðið standi heilbrigðisyfirvöldum til boða næstu tvo mánuðina.„Við gerum ráð fyrir því en þetta er staða sem er bara endurmetin frá degi til dags,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hótelið yrði fyrir smitaða einstaklinga en í raun verður það einungis sóttkví fyrir þá sem á sóttkví þurfa að halda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. Um er að ræða Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 18, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var til húsa um áratugaskeið. Þar eru um 70 herbergi. Gestum hótelsins var greint frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld hafi óskað þess að húsnæðið verði nýtt sem sóttkví fyrir fólk sem grunað er um að hafa smitast af kórónuveirunni.Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Lind á Rauðarárstíg, segir að gestir hótelsins hafi tekið skilaboðunum af miklu jafnaðargeði og að þeim hafi þegar verið komið fyrir á öðrum hótelum keðjunnar. Davíð Torfi segir að komi upp smit á meðal þeirra sem dvelja munu á hótelinu verði þeir sendir annað.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ákvörðunin um að nýta húsnæðið sé algjört varúðarúrræði.„Við viljum hafa ákveðna aðstöðu til þess að bregðast við mögulegri útbreiðslu kórónaveirusmits og erum þarna með aðstöðu þar sem hægt er hafa einstaklinga í sóttkví vegna gruns um smit.“Aðstaðan sé hugsuð fyrir fólk sem ekki getur verið í einangrun heima hjá sér.„Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, erlenda ríkisborgara og aðra sem ekki geta verið í einangrun á eigin heimili,“ sagði María.„Á þessu stigi er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða og við vitum ekki um neinn einstakling á þessu stigi sem þarf að nýta hana,“ segir María.Gengið er út frá því að húsnæðið standi heilbrigðisyfirvöldum til boða næstu tvo mánuðina.„Við gerum ráð fyrir því en þetta er staða sem er bara endurmetin frá degi til dags,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hótelið yrði fyrir smitaða einstaklinga en í raun verður það einungis sóttkví fyrir þá sem á sóttkví þurfa að halda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18
49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16