Staðreyndir um fjárhagsstöðu Almar Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Af og til kviknar umræða um fjármál sveitarfélaga, skuldastöðu og getu þeirra til að fjárfesta í innviðum. Umræða sem byggir á þurrum tölum er kannski ekki alltaf skemmtileg, en hún er nauðsynleg og af hinu góða. Það er hyggilegra að umræðan byggi á staðreyndum en ekki upphrópunum. Fyrir okkur Garðbæinga er hollt og gott að skoða stöðu mála hjá okkur í samhengi við stöðuna hjá hinum ellefu af tólf stærstu sveitarfélögunum. Hér læt ég myndirnar tala sínu máli. Tölurnar eru fengnar úr nýjustu útgefnu ársreikningum (2018). Skuldir annarra meira en tvöfalt hærri Þegar skuldastaða er skoðuð kemur í ljós að skuldaviðmið Garðabæjar er 60% á meðan meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna er 120%. Hæst má þetta hlutfall vera 150%. Samkvæmt þessum mælikvarða er skuldastaða mjög hófleg í Garðabæ. Önnur leið er að skoða skuldir á hvern íbúa. Í Garðabæ eru þær 903 þúsund krónur á mann á meðan meðaltal allra tólf stærstu sveitarfélaganna er 1.953 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum: Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ eru innan við helmingur af meðaltali 12 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er eftirsóknarverð staða og ástæða til að halda henni til haga. Góð fjárhagsstaða = geta til fjárfestinga Það er einnig mikilvægt að skoða hina hliðina. Er góð afkoma og heilbrigð skuldastaða að skila sér í fjárfestingum? Í Garðabæ voru fjárfestingar sem hlutfall af tekjum 16,4% árið 2018. Meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna var 14,2%. Aðeins voru tvö sveitarfélög með hærra hlutfall en Garðabær. Sögulega hefur þetta hlutfall verið sterkt í Garðabæ. Veltufé frá rekstri er stærðin sem segir til um hversu mikið er til skiptanna í fjárfestingar og/eða niðurgreiðslu skulda. Sú stærð í hlutfalli við skuldir segir til um hversu mörg ár það tekur að nýta veltufé frá rekstri til að greiða niður allar skuldir. Í tilviki Garðabæjar tekur 6,6 ár að greiða niður allar skuldir á meðan meðaltal tólf sveitarfélaga er 9,2 ár. Hin hliðin á þessari stærð er sú að því lægri sem hún er, þeim mun meiri er getan til að ráðast í fjárfestingar. Það er þrjú sveitarfélög af tólf stærstu sem gera betur á þennan mælikvarða, en Garðabær stendur best af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Staðreyndir tala sínu máli Ofangreint sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar í samanburði við önnur stór sveitarfélög er mjög sterk. Slík staða verður ekki til á einu ári. Hóflegar skuldir í gegnum tíðina, og lágar vaxtagreiðslur samfara því, hafa nefnilega þýtt að stór hluti af framkvæmdum bæjarins hefur verið fjármagnaður í gegnum rekstur en ekki með skuldasöfnun. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Hin hliðin á peningnum er síðan gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Ef góð fjárhagsstaða og hagkvæmur rekstur er á kostnað gæða í þjónustu þá er til lítils unnið. Það er gleðiefni fyrir Garðbæinga að samkvæmt könnun á ánægju íbúa sveitarfélaga kemur þjónusta við bæjarbúa afar vel út í samanburði við aðra. Það er enn ein staðreyndin. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Af og til kviknar umræða um fjármál sveitarfélaga, skuldastöðu og getu þeirra til að fjárfesta í innviðum. Umræða sem byggir á þurrum tölum er kannski ekki alltaf skemmtileg, en hún er nauðsynleg og af hinu góða. Það er hyggilegra að umræðan byggi á staðreyndum en ekki upphrópunum. Fyrir okkur Garðbæinga er hollt og gott að skoða stöðu mála hjá okkur í samhengi við stöðuna hjá hinum ellefu af tólf stærstu sveitarfélögunum. Hér læt ég myndirnar tala sínu máli. Tölurnar eru fengnar úr nýjustu útgefnu ársreikningum (2018). Skuldir annarra meira en tvöfalt hærri Þegar skuldastaða er skoðuð kemur í ljós að skuldaviðmið Garðabæjar er 60% á meðan meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna er 120%. Hæst má þetta hlutfall vera 150%. Samkvæmt þessum mælikvarða er skuldastaða mjög hófleg í Garðabæ. Önnur leið er að skoða skuldir á hvern íbúa. Í Garðabæ eru þær 903 þúsund krónur á mann á meðan meðaltal allra tólf stærstu sveitarfélaganna er 1.953 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum: Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ eru innan við helmingur af meðaltali 12 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er eftirsóknarverð staða og ástæða til að halda henni til haga. Góð fjárhagsstaða = geta til fjárfestinga Það er einnig mikilvægt að skoða hina hliðina. Er góð afkoma og heilbrigð skuldastaða að skila sér í fjárfestingum? Í Garðabæ voru fjárfestingar sem hlutfall af tekjum 16,4% árið 2018. Meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna var 14,2%. Aðeins voru tvö sveitarfélög með hærra hlutfall en Garðabær. Sögulega hefur þetta hlutfall verið sterkt í Garðabæ. Veltufé frá rekstri er stærðin sem segir til um hversu mikið er til skiptanna í fjárfestingar og/eða niðurgreiðslu skulda. Sú stærð í hlutfalli við skuldir segir til um hversu mörg ár það tekur að nýta veltufé frá rekstri til að greiða niður allar skuldir. Í tilviki Garðabæjar tekur 6,6 ár að greiða niður allar skuldir á meðan meðaltal tólf sveitarfélaga er 9,2 ár. Hin hliðin á þessari stærð er sú að því lægri sem hún er, þeim mun meiri er getan til að ráðast í fjárfestingar. Það er þrjú sveitarfélög af tólf stærstu sem gera betur á þennan mælikvarða, en Garðabær stendur best af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Staðreyndir tala sínu máli Ofangreint sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar í samanburði við önnur stór sveitarfélög er mjög sterk. Slík staða verður ekki til á einu ári. Hóflegar skuldir í gegnum tíðina, og lágar vaxtagreiðslur samfara því, hafa nefnilega þýtt að stór hluti af framkvæmdum bæjarins hefur verið fjármagnaður í gegnum rekstur en ekki með skuldasöfnun. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Hin hliðin á peningnum er síðan gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Ef góð fjárhagsstaða og hagkvæmur rekstur er á kostnað gæða í þjónustu þá er til lítils unnið. Það er gleðiefni fyrir Garðbæinga að samkvæmt könnun á ánægju íbúa sveitarfélaga kemur þjónusta við bæjarbúa afar vel út í samanburði við aðra. Það er enn ein staðreyndin. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun