Enginn Liverpool maður meðal þeirra fljótustu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 13:30 Caglar Soyuncu í baráttunni við Liverpool manninn Sadio Mane. Getty/Jon Hobley Það er nóg af eldsnöggum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og mörg lið deildarinnar eru mjög fljót að snúa vörn í sókn í sínum leikjum. Nú hafa menn komist að því hver sé í raun fljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmenn eins og Mohamed Salah hjá Liverpool og Adama Traore hjá Úlfunum koma strax í hugann sem tveir af þeim allra fljótustu en þeir Salah og Traore komast þó hvorugur inn á topp tíu á þessum lista. Opta hefur tekið saman þá tíu leikmenn sem hafa náð fljótustu sprettunum í leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð eða með öðrum orðum fljótustu leikmenn deildarinnar. Sá hraðasti af öllum í samantekt Opta er miðvörður sem íslensku landsliðsframherjarnir fengu að reyna sig við í undankeppni EM í Istanbul í nóvember. Sá heitir Caglar Soyuncu og spilar hjá Leicester City. Soyuncu á best sprett upp á 37,55 kílómetra á klukkustund. Leicester á líka tvo aðra leikmenn á topp tíu listanum eða þá Harvey Barnes og Hamza Choudhury. Næstur á eftir Tyrkjanum er Arsenal maðurinn Ainsley Maitland-Niles en þriðji er síðan Shane Long hjá Southampton sem er vissulega athyglisvert enda orðinn 33 ára gamall. Caglar Soyuncu er tíu árum yngri og Maitland-Niles er bara 22 ára. Það er ekki bara Mohamed Salah sem kemst ekki á listann því enginn Liverpool maður meðal þeirra fljótustu í ensku úrvalsdeildinni. Margir knattspyrnustjórar óttast hraðar sóknir Liverpool liðsins og leggjast oft aftarlega á völlinn. Hraðinn er þó meiri á öðrum leikmönnum deildarinnar. Manchester United á tvo menn á listanum í þeim Fred og Daniel James en menn eins og Anthony Martial eða Marcus Rashford komast ekki á topp tíu listann.Hröðustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar til þessa á tímabilinu: 1) Caglar Soyuncu (Leicester City) – 37.55 km/klst 2) Ainsley Maitland-Niles (Arsenal) – 37.46 km/klst 3) Shane Long (Southampton) – 37.35 km/klst 4) Fred (Manchester United) – 37.29 km/klst 5) Phil Foden (Manchester City) – 37.12 km/klst 6) Harvey Barnes (Leicester City) – 37.03 km/klst 7) Kyle Walker (Manchester City) – 36.94 km/klst 8) Hamza Choudhury (Leicester City) – 36.93 km/klst 9) Bjorn Engels (Aston Villa) – 36.91 km/klst 10) Daniel James (Manchester United) 36.9 km/klst 10) Ismaila Sarr (Watford) – 36.9 km/klst Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Það er nóg af eldsnöggum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og mörg lið deildarinnar eru mjög fljót að snúa vörn í sókn í sínum leikjum. Nú hafa menn komist að því hver sé í raun fljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmenn eins og Mohamed Salah hjá Liverpool og Adama Traore hjá Úlfunum koma strax í hugann sem tveir af þeim allra fljótustu en þeir Salah og Traore komast þó hvorugur inn á topp tíu á þessum lista. Opta hefur tekið saman þá tíu leikmenn sem hafa náð fljótustu sprettunum í leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð eða með öðrum orðum fljótustu leikmenn deildarinnar. Sá hraðasti af öllum í samantekt Opta er miðvörður sem íslensku landsliðsframherjarnir fengu að reyna sig við í undankeppni EM í Istanbul í nóvember. Sá heitir Caglar Soyuncu og spilar hjá Leicester City. Soyuncu á best sprett upp á 37,55 kílómetra á klukkustund. Leicester á líka tvo aðra leikmenn á topp tíu listanum eða þá Harvey Barnes og Hamza Choudhury. Næstur á eftir Tyrkjanum er Arsenal maðurinn Ainsley Maitland-Niles en þriðji er síðan Shane Long hjá Southampton sem er vissulega athyglisvert enda orðinn 33 ára gamall. Caglar Soyuncu er tíu árum yngri og Maitland-Niles er bara 22 ára. Það er ekki bara Mohamed Salah sem kemst ekki á listann því enginn Liverpool maður meðal þeirra fljótustu í ensku úrvalsdeildinni. Margir knattspyrnustjórar óttast hraðar sóknir Liverpool liðsins og leggjast oft aftarlega á völlinn. Hraðinn er þó meiri á öðrum leikmönnum deildarinnar. Manchester United á tvo menn á listanum í þeim Fred og Daniel James en menn eins og Anthony Martial eða Marcus Rashford komast ekki á topp tíu listann.Hröðustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar til þessa á tímabilinu: 1) Caglar Soyuncu (Leicester City) – 37.55 km/klst 2) Ainsley Maitland-Niles (Arsenal) – 37.46 km/klst 3) Shane Long (Southampton) – 37.35 km/klst 4) Fred (Manchester United) – 37.29 km/klst 5) Phil Foden (Manchester City) – 37.12 km/klst 6) Harvey Barnes (Leicester City) – 37.03 km/klst 7) Kyle Walker (Manchester City) – 36.94 km/klst 8) Hamza Choudhury (Leicester City) – 36.93 km/klst 9) Bjorn Engels (Aston Villa) – 36.91 km/klst 10) Daniel James (Manchester United) 36.9 km/klst 10) Ismaila Sarr (Watford) – 36.9 km/klst
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira