Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2020 06:15 Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. vísir/vilhelm Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í gær þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Nærri tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Hefur áhrif á matarþjónustu í einhverjum grunnskólum Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks mest á leikskólum auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fái vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. „Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskist og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.Vísir/Vilhelm Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, barna, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eftir því sem verkfallstíminn lengist mun það hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og aldraðra falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir í tilkynningunni. Allsherjarverkfall á mánudaginn Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta en að auki er vetrarþjónustu eins og hálkuvörnum og snjóhreinsun í borginni ekki sinnt á meðan verkfall stendur yfir. Sömuleiðis er ekki hreinsað í kringum grenndarstöðvar og ruslastampar ekki tæmdir. Ef ekki nást samningar á milli borgarinnar og Eflingar nú í vikunni hefur verkalýðsfélagið Efling boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi mánudag 17. febrúar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í gær þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. Nærri tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Hefur áhrif á matarþjónustu í einhverjum grunnskólum Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingarfólks mest á leikskólum auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fái vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa, einn fyrir hádegi og annar eftir hádegi. „Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskist og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Alls starfa um 1.850 manns í Eflingu hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.Vísir/Vilhelm Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, barna, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eftir því sem verkfallstíminn lengist mun það hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og aldraðra falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur,“ segir í tilkynningunni. Allsherjarverkfall á mánudaginn Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta en að auki er vetrarþjónustu eins og hálkuvörnum og snjóhreinsun í borginni ekki sinnt á meðan verkfall stendur yfir. Sömuleiðis er ekki hreinsað í kringum grenndarstöðvar og ruslastampar ekki tæmdir. Ef ekki nást samningar á milli borgarinnar og Eflingar nú í vikunni hefur verkalýðsfélagið Efling boðað til allsherjarverkfalls næstkomandi mánudag 17. febrúar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13 Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19 Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. 10. febrúar 2020 13:13
Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10. febrúar 2020 19:19
Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. 10. febrúar 2020 15:05