Vonast til að finna lækningu við sjóveiki með nýjum hermi Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2020 21:00 Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður líffræðideildar við Læknadeild. Stöð 2 Vísindamenn vonast til að finna lækningu við sjóveiki með tilkomu nýs hermis sem tekinn var formlega í notkun í HR í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þeir sem fara í herminn eru tengdir sýndaveruleikabúnaði og standa á hreyfanlegu undirlagi sem getur hermt eftir miklum ólgusjó. Hermirinn var til sýnis í Háskólanum í Reykjavík þar sem reynt var að gera tilraunadýr sjóveikt. Fórnarlambið var Gunnar Hákon Karlsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér líður þokkalega bara,“ sagði Gunnar nýstiginn úr herminum. „Þetta kemur manni heldur betur úr jafnvægi. Ég verð þurr í munninum og heitt í andlitinu. Mér verður sjaldan óglatt þegar ég er úti á sjó,“ segir Gunnar. Hann hafði áður prófað herminn en aldrei orðið óglatt. En tilfinningin var furðuleg. Gunnar var það öruggur með sig að hann hefði ekki einu sinni fötu meðferðis ef til þess kæmi að hann þyrfti að kasta upp. Hann er hins vegar tilbúinn að kasta upp í þágu vísindanna. Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður líffræðideildar við Læknadeild, er frumkvöðull í rannsóknum á hreyfiveiki. Þegar Hannes er spurður hvers vegna einhver ætti að vilja að fara í hermi til að verða sjóveikur er hann snöggur til svara. „Segjum svo að þú værir sjómaður og værir búinn að vera heima hjá þér í fjórar vikur og værir að fara aðrar fjórar vikur á sjó, það gæti vel verið að þú myndir vilja þjálfa þig áður og vera í stakk búinn að takast á við ölduganginn sem þú veist að bíður þín þegar þú ferð um borð í skipið. Eitt af því sem við vonumst til að geta notað herminn í er að forhæfa sjómenn jafnvel í því að verða sjóaðir áður en þeir fara á sjó. Svo líka að læra að skilja þetta flókna fyrirbæri sem sjóveiki og hreyfiveiki er,“ segir Hannes. Hann segir vonast til að hermirinn nýtist til að finna lækningu við sjó- og hreyfiveiki. „Hugsanlega má finna út hvaða hreyfingar það eru sem eru helst þess eðlis að kalla fram hreyfiveiki og þá mætti reyna að hanna þær úr skipum. Það eru endalausir möguleikar til að nota svona hermi í að átta sig á fyrirbæri og leita leiða til að leysa það.“ Hannes segir alla verða sjóveika. „Ég hef gert rannsóknir á sjómönnum og einmitt spurt þá að þessu. Þeir setja slána gjarnan við að það að æla, sem sagt að þú sér ekki sjóveikur fyrr en þú kasta upp. En þeir eru að sýna líffræðileg einkenni sjóveiki þó svo þeir kasti ekki upp endilega,“ segir Hannes. Gunnar Hákon Karlsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík, prófar herminn í dag.Stöð 2 Hann segir hönnun nýrra skipa hafa að einhverju leyti minnkað sjóveiki síðustu ár. „Þessir nýju togarar með perustefnuna kljúfa ölduna betur þannig að sjómenn um borð í þessum skipum verða síður sjóveikir.“ Fyrstu rannsókninni sem nýta mun tæknibúnaðinn var einnig hleypt af stokkunum í dag. Fjörutíu heilbrigðir einstaklingar munu taka þátt í henni. Könnuð verða áhrif mismunandi hreyfingar og hvaða hreyfigerð og styrkur framkallar kröftugustu einkenni hreyfiveiki. Áhrifin verða metin út frá niðurstöðum spurningalista og mælinga á lífeðlisfræðilegum þáttum. Hreyfiveiki felst í nokkuð algengum einkennum sem fylgja því að ferðast um í farartæki. Sjóveiki og bílveiki eru þekktastar enda eru áhrif þeirra mjög afgerandi. Með tilkomu nýrrar tækni hafa komið fram nýjar gerðir hreyfiveiki, svo sem við notkun sýndarveruleika, við tölvuleikjaspilun og þegar einstaklingar eru þjálfaðir í hermiumhverfi fyrir t.d. flugvélar og skip. Þar er samnefnarinn sá að einstaklingurinn er hreyfingarlaus meðan sjónsviðið er kvikt. Helsta kenningin sem notuð hefur verið til að skýra hreyfiveiki er skynárekstrakenningin, þ.e. að sú skynjun sem leggur grunn að kerfi stöðustjórnunar passi ekki við hreyfingar einstaklingsins sem upplifir hreyfingu. Þegar hreyfiveiki gerir vart við sig ræsast aðlögunarferlar í viðtökum stöðustjórnunar og í miðtaugakerfi, til að tryggja færni í hinu óblíða hreyfiríka umhverfi. Að þekkja og skilja þessa aðlögunarferla er lykillinn að meðhöndlun hreyfiveiki. Heilsa Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Vísindamenn vonast til að finna lækningu við sjóveiki með tilkomu nýs hermis sem tekinn var formlega í notkun í HR í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þeir sem fara í herminn eru tengdir sýndaveruleikabúnaði og standa á hreyfanlegu undirlagi sem getur hermt eftir miklum ólgusjó. Hermirinn var til sýnis í Háskólanum í Reykjavík þar sem reynt var að gera tilraunadýr sjóveikt. Fórnarlambið var Gunnar Hákon Karlsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér líður þokkalega bara,“ sagði Gunnar nýstiginn úr herminum. „Þetta kemur manni heldur betur úr jafnvægi. Ég verð þurr í munninum og heitt í andlitinu. Mér verður sjaldan óglatt þegar ég er úti á sjó,“ segir Gunnar. Hann hafði áður prófað herminn en aldrei orðið óglatt. En tilfinningin var furðuleg. Gunnar var það öruggur með sig að hann hefði ekki einu sinni fötu meðferðis ef til þess kæmi að hann þyrfti að kasta upp. Hann er hins vegar tilbúinn að kasta upp í þágu vísindanna. Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður líffræðideildar við Læknadeild, er frumkvöðull í rannsóknum á hreyfiveiki. Þegar Hannes er spurður hvers vegna einhver ætti að vilja að fara í hermi til að verða sjóveikur er hann snöggur til svara. „Segjum svo að þú værir sjómaður og værir búinn að vera heima hjá þér í fjórar vikur og værir að fara aðrar fjórar vikur á sjó, það gæti vel verið að þú myndir vilja þjálfa þig áður og vera í stakk búinn að takast á við ölduganginn sem þú veist að bíður þín þegar þú ferð um borð í skipið. Eitt af því sem við vonumst til að geta notað herminn í er að forhæfa sjómenn jafnvel í því að verða sjóaðir áður en þeir fara á sjó. Svo líka að læra að skilja þetta flókna fyrirbæri sem sjóveiki og hreyfiveiki er,“ segir Hannes. Hann segir vonast til að hermirinn nýtist til að finna lækningu við sjó- og hreyfiveiki. „Hugsanlega má finna út hvaða hreyfingar það eru sem eru helst þess eðlis að kalla fram hreyfiveiki og þá mætti reyna að hanna þær úr skipum. Það eru endalausir möguleikar til að nota svona hermi í að átta sig á fyrirbæri og leita leiða til að leysa það.“ Hannes segir alla verða sjóveika. „Ég hef gert rannsóknir á sjómönnum og einmitt spurt þá að þessu. Þeir setja slána gjarnan við að það að æla, sem sagt að þú sér ekki sjóveikur fyrr en þú kasta upp. En þeir eru að sýna líffræðileg einkenni sjóveiki þó svo þeir kasti ekki upp endilega,“ segir Hannes. Gunnar Hákon Karlsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík, prófar herminn í dag.Stöð 2 Hann segir hönnun nýrra skipa hafa að einhverju leyti minnkað sjóveiki síðustu ár. „Þessir nýju togarar með perustefnuna kljúfa ölduna betur þannig að sjómenn um borð í þessum skipum verða síður sjóveikir.“ Fyrstu rannsókninni sem nýta mun tæknibúnaðinn var einnig hleypt af stokkunum í dag. Fjörutíu heilbrigðir einstaklingar munu taka þátt í henni. Könnuð verða áhrif mismunandi hreyfingar og hvaða hreyfigerð og styrkur framkallar kröftugustu einkenni hreyfiveiki. Áhrifin verða metin út frá niðurstöðum spurningalista og mælinga á lífeðlisfræðilegum þáttum. Hreyfiveiki felst í nokkuð algengum einkennum sem fylgja því að ferðast um í farartæki. Sjóveiki og bílveiki eru þekktastar enda eru áhrif þeirra mjög afgerandi. Með tilkomu nýrrar tækni hafa komið fram nýjar gerðir hreyfiveiki, svo sem við notkun sýndarveruleika, við tölvuleikjaspilun og þegar einstaklingar eru þjálfaðir í hermiumhverfi fyrir t.d. flugvélar og skip. Þar er samnefnarinn sá að einstaklingurinn er hreyfingarlaus meðan sjónsviðið er kvikt. Helsta kenningin sem notuð hefur verið til að skýra hreyfiveiki er skynárekstrakenningin, þ.e. að sú skynjun sem leggur grunn að kerfi stöðustjórnunar passi ekki við hreyfingar einstaklingsins sem upplifir hreyfingu. Þegar hreyfiveiki gerir vart við sig ræsast aðlögunarferlar í viðtökum stöðustjórnunar og í miðtaugakerfi, til að tryggja færni í hinu óblíða hreyfiríka umhverfi. Að þekkja og skilja þessa aðlögunarferla er lykillinn að meðhöndlun hreyfiveiki.
Heilsa Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira