Sigaði Dobermann-hundi á kunningjakonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2020 19:53 Dobermann-hundur. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Dýr Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. Konan var ákærð fyrir að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þann 25. júní 2017 ráðist á konu með því að að siga á hana hundi af tegundinni Dobermann, rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í jörðina þar sem hún veittist að henni meðal annars með því að sparka í og/eða traðka á brjóstkassa fórnarlambsins að minnsta kosti tvisvar sinnum, sparka að minnsta kosti einu sinni í andlit hennar auk þess sem að hundurinn glefsaði og klóraði í hana þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á vinstra augnloki og augnsvæði, töluvert aflagðan brjóstkassa, rifbrot og skrapsár á ofanverðum vinstri úlnlið. Svo virðist sem að konurnar tvær hafi verið eitthvað ósáttar sem endaði með slagsmálum. Er haft eftir fórnarlambinu í frumskýrslu lögreglu vegna málsins að konan hafi sagt við það að hundur hennar myndi „hakka hana í sig“. Ekki liggi fyrir að hundurinn hafi beitt því afli sem ætla mætti að hann búi yfir Konan neitaði sök og hafnaði því alfarið að hafa veist að fórnarlambinu. Það dómi breyttist þó afstaða hennar á þann veg að hún kannaðist við að hafa rifið í hár brotaþola og að hafa sparkað í áttina að henni. Allir sem komu að málinu voru sammála um að upphafið að átökunum hafi mátt rekja til þess að fórnarlambið sló til konunnar. Eftir það lenti þeim saman en ósannað þótti að konan hafi dregið fórnarlambið í jörðina og var hún sýknuð af þeim hluta ákærunnar. Héraðsdómur taldi þó sannað að konan hafi veist að fórnarlambinu á þann hátt sem rakinn var í ákærunni fyrir utan það að hafa dregið fórnarlambið í jörðina. Ráða mætti af framburðum vitna að konan hafi kallað á hundinn og bent honum á brotaþolann. Þó er tekið fram að ekki liggi fyrir að hundurinn hafi þá beitt því afli sem ætla verður að hundur þessarar stærðar og tegundar hafi. Þá verði ekki fullyrt hvernig hundurinn hafi átt að skilja skipanir konunnar eða að ásetningur hennar hafi staðið til þess að hundurinn myndi ráðast á fórnarlambið frekar en að hræða hana. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot en játaði konan sök í þeim hluta dómsmálsins gegn henni. Var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en meðal annars var litið til þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Þá þarf konan einnig að greiða fórnalambinu 500 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Dýr Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira