Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:45 Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á Rofaborg hefur áhyggjur af kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Vísir/Baldur Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira